Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 50
48
MÚLAÞING
getið, að þar voru tvö svefnrúm, sem Magnús hafði sofið í síðustu tvö
árin áður en hann dó. Annað þessara rúma var í íbúðarhúsinu, en hitt í
svefn- og geymsluhúsi því sem nefnt var Glaumbær. Þetta haust, 1927,
svaf í rúmi því í Glaumbae, sem Magnús hafði áður sofið í, Helgi Jó-
hannsson kaupamaður á Þórarinsstöðum. Hann var ungur og hraustur og
átti gott með svefn. Hann var 26 ára þetta haust.
í rúminu í heimahúsinu svaf Rebekka Guðmundsdóttir, oftast nefnd
Bebba, hún var jafnaldra Helga.
Þegar þau risu úr rekkjum morguninn eftir að Magnús fórst, höfðu þau
orð á því, hvort fyrir sig, að þeim hefði ekki komið dúr á auga alla nótt-
ina, hvernig sem þau reyndu að sofna. Þau voru bæði undrandi yfir
svefnleysi sínu, því þau áttu bæði gott með svefn. Þennan morgun hafði
fregnin um dauða Magnúsar enn ekki borist að Þórarinsstöðum.
Þegar svo fregnin barst þangað næsta dag, var þess minnst að Helgi og
Bebba voru einmitt í þeim rúmum þessa andvökunótt, sem Magnús var
vanur að sofa í á seinni árum sínum á Þórarinsstöðum, svo sem áður er
getið. Flestir settu andvöku þeirra Helga og Bebbu í samband við dauða
hans.
Magnús Hafliði Guðmundsson og fjölskylda hans
Magnús var fæddur 12. júlí 1899 í Skálaneskróki, venjulega nefnt
Krókur. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Magnússon fæddur 4.
september 1861 og Þórunn Hafliðadóttir, fædd 1. ágúst 1864.
Guðmundur var sonur Magnúsar Magnússonar og Ingigerðar Guð-
mundsdóttur, hjóna í Endagerði í Útskálasókn, en Þórunn dóttir Hafliða
Jónssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur, hjóna á Þverspyrnu í Útskála-
sókn.
Þau Guðmundur og Þórunn fluttu bæði úr Útskálasókn austur á Seyð-
isfjörð 1896, að Skálanesi, og kynntust þar. Þau giftust 31. ágúst 1897
og byggðu sér það ár íbúðarhús frá grunni í Skálaneskróki. Þar bjuggu
þau aðeins í fimm ár og fluttust þá inn á Þórarinsstaðaeyrar.
Börn þeirra fædd í Króki: Sigríður Valgerður, 30. apríl 1898, næst
Magnús, áður getið, og síðast fædd í Króki 30. desember 1900 Guð-
munda Herborg.
Á Fögruvöllum, grasbýli í landi Þórarinsstaða, var Jóhann Bergmann
fæddur 4. júní 1903 (Fögruvellir voru síðar nefndir Hátún og er áður
getið). Þessi tvö síðastnefndu systkini bjuggu með foreldrum sínum á
Minni-Dölum. Yngsta barn þeirra hjóna var Anna Ingiríður, fædd 14.