Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 51
MÚLAÞING
49
janúar 1908 á Fögruvöllum. Hún ólst upp í Rósuhúsi á Vestdalseyri hjá
Jóni Sigurðssyni og Guðrúnu Guðmundsdótttur konu hans, foreldrum
Vilmundar Jónssonar landlæknis.
Nánari vitneskju um búskapinn á Minni-Dölum á þeim 12 árum,
1922-1934, sem fjölskylda Guðmundar og Þórunnar bjó þar, má sjá í
Mjófirðingasögum Vilhjálms Hjálmarssonar, í þriðja hluta, í þættinum
,,Minni-Dalir“ á bls. 439-441, jörðin sem Magnús keypti til búsetu for-
eldra sinna.
Enn er ósagður einn draumur Magnúsar og verður geymdur næsta
kafla, þar sem hann snertir þann örlagaþrungna atburð sem þar segir frá.
Sjóslysið mikla 1924
Veturinn 1924 var Magnús Hafliði Guðmundsson á vertíð á Djúpa-
vogi, landmaður við vélbátinn ,,Þór“ NS 243 frá Þórarinsstöðum. Að-
faranótt föstudagsins langa dreymir hann eftirfarandi draum:
Hann þykist vera staddur í Seyðisfjarðarkaupstað og ganga niður
,,Hjemgaardsbryggju“ (áður og síðar Angeróbryggja), þar sem aðal-
skipaafgreiðslan var. Sér hann þá sex seli koma syndandi utan fjörðinn
og stefna þeir að bryggjunni. Ekki láta þeir þó þar staðar numið, heldur
svifu upp á bryggjuna og halda síðan rakleitt áfram og inn í bryggjuhús-
ið. Þar hurfu þeir sjónum Magnúsar er þá vaknaði.
Þennan draum sagði Magnús félögum sínum daginn eftir.
Nú bar svo til, að næstu nótt klukkan 3, lét úr höfn á Djúpavogi vél-
báturinn ,,Seyðfirðingur“ NS. 118.
Var ferðinni heitið til Seyðisfjarðar, og ætluðu bátsverjar og landmenn
bátsins að dveljast heima hjá sér um páskana. Bátinn hlóðu þeir saltfiski
af eigin afla.
Á Seyðfirðingi var fjögurra manna áhöfn og að auki landmenn hans
þrír.
Áttundi maðurinn var farþegi, einn af starfsfélögum Magnúsar við út-
gerð ,,Þórs“. Allir voru þetta Seyðfirðingar á heimleið.
Dregur til þess sem verða vill
Svo bar til að v.b. Þór, áður nefndur, kom bilaður úr róðri á skírdag
17. apríl, hafði rekadrumbur, smákefli, allsvert, um metra að lengd, lent
í skrúfu hans, með þeim afleiðingum að annað skrúfublað vélarinnar
skemmdist.