Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 52
50
MÚLAÞING
Nú var ákveðið að senda skrúfublaðið austur á Seyðisfjörð með v.s.
,,Oðni“ NS 237, eign Stefáns Th. Jónssonar kaupmanns, til viðgerðar í
Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Var því komið um borð í ,,Óðinn“ á föstudag-
inn langa, en ,,Oðinn“ átti að fara austur þá um kvöldið.
Einn af landmönnum ,,Þórs“, Sigþór Brynjólfsson, sem starfaði við
beitningu og aðgerð, hafði þá undanfarið kvalist af tannpínu. Hafði hann
leitað til Ólafs læknis Thorlaciusar á Búlandsnesi. Ekki dró hann tönnina
úr Sigþóri, en gaf honum einhver deyfilyf gegn verkjunum, en ekki
batnaði tannpínan. Nú ákveður Sigþór að fara heim til Seyðisfjarðar og
fá Kristján lækni Kristjánsson til að draga úr sér tönnina, sem áfram
kvaldi hann, en Kristján var orðlagður tanntökulæknir. Sigþór fékk far
með ,,Óðni“ og átti að fylgjast með skrúfublaðinu, koma því í viðgerð
og koma með það suður aftur, ef ekki með ,,Óðni“, þá með ,,Seyðfirð-
ingi“, sem mundi koma aftur til Djúpavogs strax að liðnum páskum.
Svo var það ýmislegt fleira, sem Sigþór var beðinn um að útrétta á
Seyðisfirði fyrir félaga sína á ,,Þór“, sem ekki komust heim um þessa
páska.
Seint um kvöldið gekk Sigþór niður á bryggju til að frétta nánar um
burtför ,,Óðins“, en þá var búið að koma skrúfublaðinu um borð í hann.
,,Óðinn“ átti að fara um kl. 12 á miðnætti.
Sigþór gekk síðan til Seyðfirðingsmanna, sem þá voru í óða önn að
ferma “Seyðfirðing” með saltfiski. Fór hann þá að hjálpa þeim til við að
ferma bátinn. Sigþór var hörkuduglegur til starfa, svo þeim Seyðfirð-
ingsmönnum þótti hjálp hans góð. Þarna voru að störfum vinir hans og
meðal þeirra fermingarbróðir og jafnaldri hans, Guðmundur Haraldsson.
Þegar leið á kvöldið, talaðist svo til milli Seyðfirðingsmanna og Sig-
þórs, að hann tæki sér far með þeim, en sennilega myndi “Óðinn” þá far-
inn á undan ,,Seyðfirðingi“. Sigþór féllst á þetta og fór þá að finna Óð-
insmenn, sem mættir voru um borð í skip sitt, og sagði þeim að hann
væri hættur við að fara með þeim, en mundi fara um nóttina með
,,Seyðfirðingi“, sem færi nokkru seinna en “Óðinn”.
Hann fór svo heim í ,,Lögberg“, en þar bjuggu Þórsmenn, og sagði
þeim að hann færi heim með “Seyðfirðingi” og ætlaði að hjálpa þeim
við að ljúka fermingu bátsins.
Hann kvaddi svo félaga sína á ,,Lögbergi“ og óskaði þeim gleðilegra
páska. Kvaðst mundi fylgjast með viðgerð skrúfublaðsins og fá verkinu
lokið, áður en ,,Óðinn“ eða ,,Seyðfirðingur“ færu aftur til Djúpavogs.
Eftir að fermingu ,,Seyðfirðings“ lauk, lét hann úr höfn kl. 3 um nótt-
ma.