Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 53
MÚLAÞING
51
Segir nú ekki af ferðum þeirra.
Um morguninn reru tveir trillubátar frá Stöðvarfirði til fiskjar um kl. 8.
Annan þennan bát átti Jón Björnsson bóndi á Kirkjubóli á Stöðvarfirði
og stjórnaði honum. Hann hafði ákveðið að fara í róðurinn kl. 7 um
morguninn, en þá skeði það sjaldgæfa, að hann vaknaði seinna en hann
ætlaði.
Akvað hann þá að fresta sjóferðinni til kl. 8. (Svo sagði mér frá Björn
kennari, sonur Jóns á Kirkjubóli, þegar við minntumst á það hörmulega
slys sem brátt verður sagt frá. S.M.).
Hugsanlegt er að þessi óvænta töf Jóns, að komast á sjóinn á áður til-
settum tíma, hafi haft hinar alvarlegustu afleiðingar.
Um morguninn er fiskibátarnir komu út úr firðinum norðanverðum,
brá áhöfnum þeirra í brún, er þeir sáu lík á floti skammt undan
Kambanesi.
Þeir fundu þar fimm lík, sem þeir reyndar þekktu ekki. Voru fjögur
þeirra girt flotbeltum, en eitt í bjarghring. Einnig fundu þeir segl, segl-
búnað og árar nálægt líkunum. Ennfremur fundu þeir siglutré af báti og
sýnilegt að það hafði verið losað viljandi úr bátnum og skilinn eftir við
það einn vanturinn (þ.e. stag úr mastri í borðstokk).
Sáu finnendurnir þegar, að hér hafði sjóslys orðið mjög nýlega. Sum
lfkanna voru ekki fyllilega kólnuð. Fóru þeir hið bráðasta í land með lík-
in.
Síðan var gengið á fjörur og fannst þá sjötta líkið. Eftir að líkin þekkt-
ust, kom í ljós að lík formannsins, Þórðar Guðmundssonar, var í bjarg-
hringnum, en lík Steins Ólafs Jónssonar, Ólafs B. R. Einarssonar, Eiríks
Þorvarðarsonar Kröyer og Sigþórs Brynjólfssonar voru í flotbeltum.
Lík Magnúsar Þorsteinssonar fannst rekið sunnan við Kambanesið
skömmu eftir að hin líkin höfðu verið send til Seyðisfjarðar. Talið var að
líkið hafi flotið vegna þess að loft hafi verið í sjóstakk Magnúsar og
haldið honum á floti. Þeir sem ekki voru í flotbeltum hafa sennilega ætl-
að að fljóta á mastrinu. Lík þeirra Sigurðar Gunnarssonar og Guðmund-
ar Haraldssonar fundust ekki.
Sjómennirnir sem fundu líkin tóku auk þeirra allt annað rekald úr
bátnum og fluttu til lands á Stöðvarfirði til Andrésar Karlssonar kaup-
manns. Hann reyndi lífgunartilraunir á mönnum þeim sem fundust, en
þær báru ekki árangur.
Blaðið ,,Hænir“, sem út kom á Seyðisfirði 26. apríl, segir svo frá, birt
hér í útdrætti:
Er sími var opnaður fékk hann (þ.e. Andrés kaupmaður) að vita um að