Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 56
54
MÚLAÞING
Magnús giftist ekki, bjó með ráðskonu, Margréti Björnsdóttur, fædd 5.
janúar 1892 á Staffelli í Fellahreppi, flutti til Seyðisfjarðar 1920 af Jök-
uldal, en var annars frá Snotrunesi í Borgarfirði, 28 ára. Þau áttu tvö
böm, hún vanfær að hinu síðara. Magnús var tæpra 42 ára er hann fórst.
Steinn Ólafur Jónsson, vélstjóri, fæddur 22. september 1877 á Syðsta-
Mó í Skagafirði, flutti til Seyðisfjarðar frá Djúpavogi 1920. Stundaði
sjó, var vélstjóri á bátum og ýmis fleiri störf fékkst hann við, þótti góður
starfsmaður. Húsmóðir hans var María Sigurðardóttir, ekkja, fædd 10.
nóvember 1878 í Eydölum í Breiðdal. Þau bjuggu í Köhlershúsi (Strand-
arvegur 7, nú horfið hús). Son áttu þau fæddan 22. maí 1919 á Djúpa-
vogi, Jón Ragnar. Steinn Ólafur var 47 ára er hann fórst.
Sigurður Gunnarsson, háseti, fæddur 6. júní 1888 á Steinsstöðum á
Fjarðarströnd Seyðisfirði, ólst síðar upp í Hlöðu, (sem var íbúðarhús no.
3 við Strandarveg, nú horfið hús). Hann vann ýmis störf, en var þó mest
sjómaður. Giftist ekki. Foreldrar: Gunnar Sveinsson, verkamaður, fædd-
ur 1850 í Koti í Mjóafirði, flutti þaðan til Seyðisfjarðar 1859, og kona
hans Kristbjörg Sesselja Kristjánsdóttir, fædd 20. október 1866, á Engi-
læk í Hjaltastaðaþinghá. Sigurður bjó í Antoníusarhúsi við Strandarveg
no. 1? (nú horfið hús). Bústýra hans var Guðbjörg Ingveldur Eyjólfs-
dóttir, fædd í febrúar 1884 á Hábæ á Miðnesi, Gullbringusýslu.
Þau áttu 2 börn, Sigurbjörgu fædda 14. desember 19.. og Albert, fædd-
an 20. mars 1918 (Manntal 1920). Dreng átti hann einnig, Rögnvald,
fæddan 20. júlí 1923 á Seyðisfirði, dáinn 28. nóvember 1990. Móðir:
Guðbjörg Þórðardóttir fædd 30. janúar 1899 á Borg á Brimnesbyggð.
Landmenn við útgerð ,,Seyðfirðings“:
Ólafur Bjarni Ragnar Einarsson, fæddur 26. janúar 1901 á Árbakka
(Vesturvegur 9, nú horfið hús) Seyðisfirði. Foreldrar: Einar Gunnsteins-
son jámsmiður og hómópati, fæddur 15. maí 1840 í Neðra-Dal í Mýrdal,
og Guðrún Björnsdóttir, ráðskona hans, fædd 20. október 1860 á Gras-
torfum í Skaftártungu. Þau fluttu til Seyðisfjarðar 1894.
Ólafur var múrarasveinn að iðn, íþróttamaður góður, nefndur sund-
kóngur Seyðisfjarðar, félagslyndur, stórmyndarlegur ungur maður, elli-
stoð foreldra sinna og besti drengur. Ógiftur. Hann var rúmlega 23 ára
þegar hann fórst.
Eiríkur Þorvaldsson Kröyer, fæddur 7. febrúar 1904 á Vífilsstöðum í