Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 57
MÚLAÞING
55
Hróarstungu. Foreldrar: Þorvarður Kristjánsson Kröyer, daglaunamaður,
fæddur 29. desember 1895 á Hvanná á Jökuldal, flutti til Seyðisfjarðar
1912, og kona hans, Guðný Sigfúsdóttir, fædd 14. desember 1870 í
Snjóholti Eiðaþinghá, flutti til Seyðisfjarðar með manni sínum 1912.
Systkini Eiríks voru fjögur, tvær systur og tveir bræður. Eiríkur þótti
myndarlegur dugnaðarpiltur og drengur góður. Hann var ógiftur, rúm-
lega tvítugur þegar hann fórst.
Guðmundur Haraldsson, fæddur 11. október 1905 í Brekku Seyðisfirði
(Fjörður 2, nú horfið hús). Foreldrar: Friðrik Einar Haraldur Guð-
mundsson, verkstjóri, fæddur 4. aprfl 1876 í Firði í Seyðisfirði, og kona
hans Anna Sigríður Ingimundardóttir, fædd 26. maí 1867 í Austurholti í
Nesjum í A-Skaftafellssýslu, flutti til Seyðisfjarðar 1879. Þau áttu þrjú
böm, Guðmund og tvær dætur.
Guðmundur var tápmikill dugnaðarpiltur og vinsæll, hafði mikið yndi
af hestum. Hann var á 19. ári þegar hann fórst. Ogiftur.
Farþegi á ,,Seyðfirðingi“:
Sigþór Brynjólfsson verkamaður, fæddur 17. október 1905 á Skála-
nesi, Seyðisfirði. Foreldrar: Brynjólfur Ambjarnarson, þurrabúðarmað-
ur, fæddur 11. september 1859 í Hátúni í Landssveit, sonur Arnbjamar
þess, sem nefndur var “Ampi” og sögur fóru af, (bónda í Króktúni á
Landi Brynjólfssonar) og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur, fædd 28. maí
1865 á Þórkötlustöðum í Grindavflc.
Þau fluttu til Seyðisfjarðar 1903 frá Hámundarstöðum í Vopnafirði og
þá að Skálanesi, en fluttu þaðan inn á Þórarinsstaðaeyrar eftir 3 ár.
Byggðu þau sér íbúðarhús á Eyrunum, sem þau nefndu Melbæ, árið
1909, og þar ólst Sigþór upp, og átti þar heima til æviloka. Hann var eft-
irsóttur dugnaðarmaður til starfa, stoð og stytta foreldra sinna, glaðlynd-
ur, vinsæll og hinn besti drengur. Hann átti fimm alsystkini, þrjá bræður
og tvær systur og þrjú hálfsystkini, tvo bræður og eina systur.
Sigþór var á 19. ári þegar hann fórst. Ogiftur.
Samdægurs voru lfldn send austur til Seyðisfjarðar. Var það vélbátur
Andrésar Karlssonar kaupmanns, sem flutti þau.
Þegar þangað kom lagði báturinn að bryggju þeirri er Magnús Hafliði
sá í draumnum, nóttina áður en slysið varð. Voru þau öll sex borin upp
bryggjuna og inn í húsið, hina sömu leið og selirnir sex höfðu farið.