Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 60
58
MULAÞING
Kisturnar voru skrýddar blómvöndum og sveigum frá vinum og ætt-
ingjum.
Fjöldinn allur var keyptur af minningarspjöldum, bæði af einstakling-
um og félögum.
Meðan á jarðarförinni stóð var gott veður, sólin hellti geislum sínum
yfir grafhvíluna.”
Legstaðurinn
Þegar þetta er ritað, era liðin 70 ár síðan framanskráð jarðarför fór
fram. Flestir þeir sem þar voru viðstaddir munu nú látnir, eða burtfluttir
frá Seyðisfirði. Ég, sem hér segi frá, var meðal þeirra, sem viðstaddir
voru þessa afarfjölmennu jarðarför, þá 15 ára, og man hana vel.
Fáu er hér við að bæta hina snilldarlegu frásögn Sigurðar Arngríms-
sonar, ritstjóra “Flænis”, hér á undan, af þessari jarðarför. Þó ætla ég að
bæta því við hvar legstaðurinn er, og skal nú greint frá því.
Þegar gengið er inn um neðra sáluhliðið, þá er legstaður þeirra sex,
sem fórust með v.b. ,,Seyðfirðingi“ - og fundust, næst hliðinu - ofan við
það til hægri handar, og við girðinguna.
Þar hvíla jarðneskar leifar þeirra hlið við hlið í einni gröf.
Ekki er mér kunnugt um í hvaða röð hver og einn hvílir.
Svo illa vildi til, að legstaðaskrá kirkjugarðsins glataðist frá þessum
árum, svo hvergi er neitt að sjá um ómerkt leiði frá fyrri árum.
En sem betur fer er þó full vitneskja um hvar hér umræddur legstaður
er, svo sem hér hefur verið greint frá.
Næsti legstaður ofan (norðan) við legstað Seyðfirðinganna, er einnig
fjöldagröf. Þar eru jarðsettir þeir, sem fórust við Finnafjörð 25. septem-
ber 1937 af færeysku fiskiskútunni "Riddarinn”, frá Trangisvági.
Þeir voru sjö. Fagur legsteinn var reistur á gröf þeirra með áletruðum
nöfnum allra þeirra sem þar hvíla.
Það er mín von að legstaður þeirra, sem fórust með v.b. „Seyðfirð-
ingi,“ verði færður inn í legstaðaskrá Seyðisfjarðarprestakalls. Og verð-
ugt væri að þeim yrði reistur bautasteinn með áletruðum nöfnum þeirra,
sem þar hvíla.
Og vel mætti, á smekklegan hátt skrá nöfn hinn tveggja félaga þeirra
sem gistu hina votu gröf, á sama legsteininn með viðeigandi smekkvísi,
t.d. innrömmuð sér, eða á þann hátt, sem best þætti við eiga.
Læt ég hér með lokið frásögn þessari, en henni fylgja þó „Nokkur stef
í tilefni af hinu sorglega slysi, er vélbáturinn ,,Seyðfirðingur“ fórst með
átta mönnum, að morgni hins 19. apríl, 1924.“