Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 61
MÚLAÞING
59
Lag: ,,Þú guð, sem vorri ættjörð skýldir áður.“
Hér hefur sorgin svörtum tjöldum slegið,
í sveit og bæ er grátið höfgum tárum,
með beittri sigð að bjartri framtíð vegið,
blæðir úr mörgum, djúpum harmasárum,
:/ móðurjörð tregar sína vösku syni,
en sárast þeir, er misstu hjartans vini. /:
Alvaldi guð, sem lífi og láni ræður,
ljósi og skuggum takmörk sett þú getur,
samvistum skildu synir, feður, mæður,
systkin og vinir þennan harma vetur.
:/ hví hlutu börn þín bikar slíkan drekka?
Sjá, brjóstin særðu stynja af þungum ekka! /:
Er til ei neitt, er sefar sorgarþunga
og sviða’ úr hjörtum megni burt að taka,
sem huggar þann, er harmar soninn unga,
hjartfólginn bróður eða góðan maka?
:/ Er engin stjarna’ á sorgarhimni svörtum?
Fær sól ei stafað vonargeislum björtum? /:
Jú, lof sé guði. land er fyrir stafni,
laugað í geislum sælla fyrirheita,
sem eru tryggð með Herrans hendi og nafni,
höfnin er örugg, skjól mun öllum veita.
:/ Ódáinsströndu eilíf sólin roðar,
engum þar granda dauðans leyniboðar. /:
Má það ei huggun hjörtum særðum veita
- þótt hjúpur sálar verði dufti smærri -
að vita að þar er vinafunda að leita
í veröld, sem er dauðans ríki fjærri;
:/ úr hendi guðs þá hrífur enginn kraftur
þar hans að boði finnast vinir aftur. /:
Nú hefur göngu sumarsólin bjarta
og sveipar jörð í geislahjúpi nýjum,