Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 62
60
MÚLAÞING
fró veitir mörgu harmi lostnu hjarta
og heljarþungum dreifir raunaskýjum,
:/ gefið er fátt er grátinn fremur kjósi,
því guð er sjálfur í því bjarta ljósi. /:
P. S.
Heyrum vér stunur höfgar út við dranga,
hafaldan söng þar rökkurdjúpum hljómi,
þegar að daginn dauða-myrkurs langa
dugandi þegnar féllu að skapadómi.
Fósturjörð grætur fölvum sorgartárum
fullhuga syni, lukta köldum bárum.
Sigldu þeir fari yfir ægi glaðir,
ætluðu hitta konur, feður mæður.
Svo hefir verið yfir aldaraðir,
örlögin hryggðu foreldra og bræður,
þegar að dökkblá dröfnin fól þeim sýnum
draumana beztu, er geymdu’ í örmum sínum.
Dröfnin sem heimtir dýrstu og þyngstu gjöldin.
Döpur er nóttin þeim, er harma og stríða.
Drottinn minn góður, drag frá rökkurtjöldin,
dugðu nú þeim, er líknar þinnar bíða.
Fast undir kömbum dauðaóður dynur,
dáinn er faðir, bróðir, sonur, vinur.
Þið eruð hnignir, huldir köldum bárum.
Huldur og vættir lauga ykkur tárum.
“Drottinn, sem skapti frægð og dáð til forna,
fær ykkur líka vakta endurborna”.
Fósturjörð breiðir faðminn yfir syni
fallna í lífsins blóma, kæra vini.
Sigurg. Jónsson.