Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 67
MÚLAÞING
65
mannafatasaum á Seyðisfirði og
kenndi systur sinni. Unnu þær
saman eftir heimkomu Bjargar
að ýmiss konar saumaskap.
Minnist Ragnheiður þess þegar
komið var með stóra stranga af
karlmannafataefnum. Atti að
sauma fyrir heila fjölskyldu eða
fjölskyldur. Skapaðist við þetta
mikil vinna. Öðm máli gegndi
um greiðslu. Þá tíðkaðist ekki
tímakaup. Fólk ólst upp við að
gera öðrum greiða. I einhverj-
um tilvikum gat verið um vöru-
eða vinnuskipti að ræða, en
tímakaup þekktist ekki. Má ætla
að þær systur og síðar Guðrún
hafi ekki orðið efnuð á nútíma
vísu af þessum saumaskap.
Fyrst og síðast var það andinn
sem auðgaðist. Fivort það skil-
aði sér þegar mest reið á, skal ósagt látið. Guðrún fór stundum á bæi til
að sauma. Tók oft með sér Ingibjörgu Bessadóttur, mágkonu sína og
uppeldissystur, til að gera hnappagöt. Einnig saumaði Marey dóttir
hennar hnappagöt er henni óx fiskur um hrygg. Guðrún saumaði einnig
kjóla, peysuföt, upphluti og baldýraði upphlutina.
En hún var líka mikil hestakona á yngri árum, hélt upp á hesta. Flóseas
bróðir hennar átti hryssu sem hét Blesa. Þótti hún sérlega vökur. Hafði
keypt hana af Árna, bróður Guðna á Selnesi. Guðrún var eina konan sem
sat Blesu. Sagðist Björgvin Magnússon, tengdasonur hennar, ekki hafa
séð aðra konu sitja betur í söðli en ,,frænku.“
Þann 25. apríl 1905 giftist Guðrún Jóni Þórarinssyni (f. 15. apríl
1881), Þórarinssonar, bónda á Dísastöðum og konu hans Oddnýjar
Árnadóttur frá Randversstöðum (Æ. Au. nr. 5636). Eftir brúðkaupið fara
þau í vinnumennsku til séra Péturs Þorsteinssonar og frú Hlífar Boga-
dóttur. Var Guðrún þar mest við saumaskap, enda heimilið stórt.
Guðrún og Jón eignuðust eina dóttur. Hún fæddist 23. mars 1906 og
hlaut nafnið Marey Björg Guðlaug. Um hana orti Símon Dalaskáld:
Ljósm.: P. Brynjólfsson, Reykjavík.