Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 68
66
MÚLAÞING
Áfram gengur auðnutröð
auðar - fögur lína.
Marey Björg hér Guðlaug glöð
góð við ömmu sína.
Sefur líka henni hjá
hringa rósin bjarta.
Sjötta núna ári á
ánægðu með hjarta.
Á þessu má sjá að Símon hefur verið á ferð í Breiðdal 1911.
Þær giftu sig samtímis, Guðrún og Björg systir hennar. Maður Bjargar
hét Einar Benediktsson. Þau bjuggu á Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði.
Björg dó af barnsförum að sínu fyrsta barni, Björgu (f. 21. sept. 1905, d.
19. mars 1993). Guðrún veiktist og hastarlega er hún átti sitt fyrsta og
eina bam. Hélt því fram síðar að óhamingja fylgdi systrabrúðkaupum.
Kenndi hún því um, hvernig fór. Taldi aftur á móti bræðrabrúðkaup í
lagi. Ekki vissi Ragnheiður hvers vegna ,,frænka“ hafði þessa skoðun.
Varla var liðið ár frá brúðkaupinu,
er í ljós kom að Jón og Guðrún áttu
ekki skap saman. Eins og allir vita,
,,veldur sjaldan einn þá tveir deila.“
Jón þótti af ýmsum gleðimaður.
Séra Emil Björnsson lýsir honum
svo í þætti í bókinni Breiðdæla hin
nýja I, bls. 161: ,,...en Jón bróðir
þeirra [Kristínar og Bjöms] var
sjaldan heima og átti margt vantalað
við fólk hvar sem hann kom. Hann
var alltaf í einhverjum skýjaborgum
minnir mig, einkanlega á viðskipta-
sviðinu, og heimsmannslegur, and-
stætt systkinum sínum.“ Þetta er
lýsing samtímamanns. Guðrún var
vafalaust jarðbundnari, reglusöm og
föst fyrir. Gat verið hörð í skapi, en jafnframt blíð. Þessir eiginleikar rík-
ir í fari þeirra systkina frá Höskuldsstaðaseli, en mismiklir. Enda sagt
,,að margt sé líkt með skyldum.“ Osamkomulag Guðrúnar og Jóns varð
fljótlega algert. Fór Guðrún frá Heydölum ófrísk inn í Höskuldsstaðasel,
Jón Þórarinsson. Ljósm.: Ólafur Odds-
son, Fáskrúðsfirði.