Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 69
MÚLAÞING
67
fæddi þar og fékk bamsfararveiki. Lá eftir það rúmföst meira og minna í
ein fjögur ár. Ólst dóttirin, Marey Björg Guðlaug, alveg upp í Höskulds-
staðaseli hjá ömmu sinni og afa.
Á þessum árum lauk hjónabandi Jóns og Guðrúnar endanlega. Fyrst
að borði og sæng, en síðar með lögskilnaði. Hjónaskilnaðir voru ekki al-
gengir á þeim árum og lagðir fólki til lasts. Þrátt fyrir skilnaðinn, kom
Jón af og til í Höskuldsstaðasel, dvaldi nokkra daga. Fór stundum með
Marey á samkomur eða út að Dísastöðum. Þó Jón hafi haft vankanta
sem aðrir, var hann góðmenni. Hann lést 1929 úr krabbameini í hálsi.
Suðurganga
Loks kom að því að faðir Guðrúnar fór með hana suður. Var hún flutt
í rúmi, gat ekki gengið. Var komin með brjósthimnubólgu. Gísli bróðir
hennar tók á móti henni. Ók henni á hjólbörum inn á Hverfisgötu 86. Þar
bjó hann ásamt konu sinni Guðrúnu Schram. Þar var Guðrún Helga um
nóttina. Daginn eftir var haldið til Vífilsstaða. Þar var Gísli við smíðar.
Hafði unnið við byggingu hælisins og þekkti þar vel til. Og enn voru
hjólbörurnar farkosturinn. Ekki úr mörgum farartækjum að velja. Tæp-
ast til bflar og ekki gat Guðrún setið hest.
Á Vífilsstöðum lá Guðrún lengi og náði nokkurri heilsu. Samt fannst
henni veran þar ekki góð. Kenndi t.d. um kulda í herbergjum. Var opið
undir alla þröskulda. Berklasjúklingar urðu að vera í kulda að þeirra
tíma læknisráði.
Frá Vífilsstöðum fór Guðrún til Gísla og nöfnu sinnar á Hverfisgöt-
una. Þar dvaldi hún um hríð og stundaði fatasaum hjá Andrési Andrés-
syni, klæðskera. Þaðan fer hún austur að Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu
til sýslumannshjónanna Björns Vigfússonar og Ragnheiðar Einarsdóttur,
Gíslasonar, bónda og alþingismanns á Höskuldsstöðum, frænku sinnar.
Þar var Guðrún a.m.k. ár. Saumaði mikið, bæði fyrir heimilið, sem var
stórt, svo og á öðrum bæjum. Eitt sumar var hún kaupakona á Sámsstöð-
um í Fljótshlíð. Þar lærði hún að binda korn. Þaðan fer hún að Borg á
Mýrum. Gerðist kaupakona hjá séra Einari Friðgeirssyni (þar prestur
1888-1929) og konu hans Jakobínu H. Sigurgeirsdóttur. Var hún frá
Galtastöðum ytri í Hróarstungu. Þar gerðist atburður er greyptist í hug
Guðrúnar og er á þessa leið:
Eitt kvöldið gekk illa að koma kúnum í fjós. Hafði aldrei borið á slíku.
Þær trylltust er þær komu að fjósinu. Að endingu var þeim komið inn,
nema einni kvígu, sem náðist ekki. Um nóttina vaknar svo Guðrún við