Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 70
68
MULAÞING
að komið er á gluggann. Var þá
kviknað í hlöðunni og fjósinu,
allt orðið alelda og engu hægt að
bjarga. Brunnu þar inni allar
kýrnar, nema að sjálfsögðu kvíg-
an sem ekki náðist í fjós um
kvöldið. Þá minntist Guðrún
þess, að meðan á mjöltum stóð
um kvöldið, hafði hún heyrt í sí-
fellu smá smelli. Hafði hún orð á
því við aðrar mjaltakonur. Töldu
þær þetta vera frá pöddum í við-
um. Þær töluðust við með því að
slá halanum í holuveggina.
Guðrún var æðilengi á Borg, en
skrapp til Reykjavrkur af og til.
Frá Borg lá leiðin norður í land.
Fór hún ríðandi með kaupafólki
að vori til. Settist að á Sveins-
stöðum í Húnaþingi. Hét hús-
freyja Jónsína. Eftir að Guðrún
lagðist rúmföst, sendi Jónsína henni alltf skeyti á merkisafmælum, þá
öldruð orðin. Guðrún var á fleiri bæjum í Húnavatnssýslunni. Fór þaðan
að Öxl, sem þekktut er af búsetu Axlar-Bjarnar. Og einhvern veginn féll
henni ekki veran þar, hverju sem um var að kenna.
Nokkur ár var Guðrún ráðskona á Bessastöðum á Álftanesi hjá Jóni
Þorbergssyni, bróður Jónasar útvarpsstjóra. Þar kynntist hún Jónasi og
konu hans, einnig fleira fólki. Var gestagangur mikill. Eitt sumar vann
hún á Korpúlfsstöðum. Kynntist þar Ólafi Thors og þeim bræðrum. Féll
henni einkar vel við Thorsfjölskylduna. Síðustu árin áður en hún fór
austur, gerðist hún ráðskona í Hafnarfirði hjá manni er Sveinn hét. Átti
hann þrjú böm, Guðrúnu, Bjarna og Ólaf, sem ólst upp annars staðar.
Bjarni varð síðar múrari. Kom stundum í heimsókn til Guðrúnar, er hann
dvaldi á Stöðvarfirði við iðn sína. Héldu þessi börn ávallt sambandi við
Guðrúnu meðan hún lifði. Sveinn þessi var ekkjumaður. Vildi kvænast
Guðrúnu, en hún vildi ekki. Var samt heimilið hugfólgið og vafalítið
hefur hún reynst þessum móðurlausu börnum betri en enginn. Fór Guð-
rún ekki af heimilinu fyrr en nafna hennar var fermd. Hvað réði því að
Guðrún tók ekki bónorði Sveins, lét hún ekki uppi. Stutt, stormasamt
Guðrún Helga Björnsdóttir. Myndin
tekin 1928 eða 29. Upp á þessa mynd
hélt Guðrúm mest af þeim sem af henni
voru teknar.