Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 71
MÚLAÞING
69
hjónaband kannski einhverju ráðið? Þá fór og heilsu hennar hrakandi.
Hún lagðist á þessum árum í heimakomu, lá þá á Farsóttarhúsinu lengi
og missti hárið. Hafði það komið fyrir í tvígang áður. Hárið óx alltaf aft-
ur, var þykkt og mikið. Fléttaði Guðrún það eins og siðvenja var á þeim
árum. En eftir að hún lagðist alfarið í rúmið, fannst henni óþægilegt að
hafa fléttur og lét klippa þær.
A þessum Hafnarfjarðarárum vann Guðrún m.a. í fiski. Á því má
glöggt sjá, að hún vílaði ekki fyrir sér að ganga í margs konar verk.
Heimkoma
Guðrún kom heim úr þessari ,,suðurgöngu“ um 1930. Hafði hún því
staðið í ein tuttugu ár. Og þegar Guðrún kemur austur, þurfti að leiða
hana. Hóseas bróðir hennar smíðaði henni hækju er hún gekk við, þar til
hún lagðist í rúmið. Þá voru hjólastólar varla til, a.m.k. ekki í þeirri veru
sem nú.
Á Hafnarfjarðarárum Guð-
rúnar dvaldi Marey um tíma
hjá móður sinni. Var að læra
hannyrðir, lærði m.a. að flosa.
Þann 2. júlí 1932 giftist Mar-
ey Björgvin Magnússyni,
bónda á Skriðu, (f. 18. apríl
1903) Gunnarssonar, bónda á
Skriðustekk og konu hans Að-
albjargar Stefánsdóttur, Jó-
hannessonar pósts frá Jórvík.
Björgvin var þá ekkjumað-
ur. Missti konu sína, Stefaníu
Hannesdóttur, úr berklum frá
tveim ungum börnum. Var
hún aðeins 27 ára, (f. 26. sept.
1902, d. 5. okt. 1929). For-
eldrar hennar hjónin Guðrún
Hildur Marteinsdóttir frá
Árnagerði í Fáskrúðsfirði og Hannes Aronsson, ættaður af Eyrarbakka.
Kom austur á firði sem sjómaður. Börn Björgvins og Stefaníu eru:
Hannes, fyrrum bóndi á Hól og síðar Skriðustekk, nú búsettur að Ásvegi
23 á Breiðdalsvík, f. 12. nóv. 1925, kvæntur Kristínu Sigríði Skúladóttur
Marey Biörg Guðlaug Jónsdóttir.