Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 72
70
MULAÞING
frá Urðarteigi (f. 2. maí 1934) og Aðalbjörg Sigrún, f. 13. júní, 1927,
ekkja eftir Helga Þorgrímsson, smið og verkstjóra. Þau bjuggu allan sinn
búskap á Sólvöllum (nú Sólvellir 2) á Breiðdalsvík. Helgi lést 17. okt.
1983, fæddur 21. nóv. 1918.
En skapanornir létu ekki staðar numið. Þann 6. feb. 1940 dó Marey
Björg Guðlaug, úr nýrnagulu. Var það að vonum gífurlegt áfall. Björg-
vin og Marey eignuðust tvö börn. Þau eru: Bragi f. 17. júní 1934, lengst
af bóndi í Höskuldsstaðaseli, nú bensínafgreiðslumaður á Breiðdalsvík í
sambúð með Eddu Björgu Björgmundsdóttur, (f. 22. sept. 1941), hjúkr-
unarfræðingi, búsett að Sæbergi 18 og Marey Stefanía f. 19. júní 1939,
gift Þórði Þorgrímssyni, verka- og fiskmatsmanni (f. 16. mars 1930), bú-
sett að Selnesi 32 á Breiðdalsvík. Marey var skírð við kistu móður sinn-
ar. Hélt Þorbjörg Jónsdóttir á Kleifarstekk henni undir skírn.
Viðtalskona mín, Ragnheiður Hóseasdóttir, fór sem ráðskona að
Skriðu, eftir lát Mareyjar frænku sinnar. Var hún þá aðeins 19 ára. Getur
fólk e.t.v. gert sér í hugarlund, hve erfitt það hefur verið svo ungri
stúlku. Margt í heimili. Þeirra á meðal tvö ung börn og fötluð kona.
,,Vitaskuld vissi ég ekki hvað ég var út í að ganga,“ sagði Ragnheiður
við mig og brosti.
Nokkrum árum síðar gengu Björgvin og Ragnheiður í óvígða sambúð.
Vildi Björgvin að þau giftust ekki, þar sem fyrri hjónabönd hans höfðu
haft sorglegan endi. Þau bjuggu áfram á Skriðu til ársins 1947. Þá flytja
þau í Höskuldsstaðasel, föðurleifð Ragnheiðar. Það ár bregða foreldrar
hennar, Hóseas Bjömsson og Ingibjörg Marsilía Bessadóttir, búi. Fluttu
þau til Reykjavíkur í Skipasund 48. Bjuggu þar til æviloka. Hóseas and-
aðist í hárri elli (á 100. aldursári) 9. jan. 1985. Ingibjörg var fædd 22.
mars 1895. Foreldrar hennar voru Bessi Sighvatsson, bóndi á Brekku-
borg (Æ. Au. nr. 8816) og Ljósbjörg Guðlaug Helga (Æ. Au. nr. 6629,
þar nefnd Helga), Magnúsdóttir, bónda á Eyjólfsstöðum í Fossárdal.
Kornung missti Ingibjörg föður sinn úr lungnabólgu. Var síðan boðin
upp á hreppamóti. Þar staddur Eiríkur í Höskuldsstaðaseli og ,,bauð
best,“ þ.e. ókeypis uppeldi. Telja má víst að faðir hans hafi sent hann
þessara erinda. Ingibjörg ólst síðan upp í Höskuldsstaðaseli, giftist
Hóseasi uppeldisbróður sínum og eignuðust fjögur böm. Þau eru: Séra
Kristinn, Helgi, Ragnheiður og Sigrún. Þannig ríða örlögin net sín. Ingi-
björg andaðist 19. júní 1991. Hvíla þau Hóseas í Heydalskirkjugarði.
Eftir lát Björgvins, 31. des. 1984, héldu Bragi og Ragnheiður bú-
skapnum áfram til haustsins 1990. Varð þá að skera niður vegna riðu-
veiki. Fluttust þau þá út á Breiðdalsvík. A Ragnheiður nú heimili hjá