Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 73
MÚLAÞING
71
Bimi, syni sínum, að Sólbakka 4.
Er nú hljótt í Höskuldsstaðaseli,
þar sem áður var líf og starf;
gestakomur, söngur, börn að leik
og starfi. Þannig er lífið einatt
breytingum háð, þó erfitt geti
verið að sættast á það.
Börn Ragnheiðar og Björgvins
eru fjögur: Ingibjörg, f. 28. feb.
1949, húsfreyja á Stöðvarfirði,
gift Hans Eiríkssyni, vörubifreið-
arstjóra; Björn, f. 24. sept. 1950,
húsasmíðameistari, Breiðdalsvík;
Baldur, f. 28. des. 1951, raf-
virkjameistari, kvæntur Nönnu
Stefaníu Svansdóttur, búa í
Reykjavík, og Unnur, f. 17. júlí
1956, húsfreyja á Breiðdalsvík,
gift Guðmundi Björgólfssyni,
verktaka.
Samkvæmt þrengsta skilningi,
eignaðist Guðrún tvö barnabörn.
í hinum víðara, urðu ömmubörn-
in fleiri. Hún í raun amma barna
Björgvins og Stefaníu og Björg-
vins og Ragnheiðar. Reyndust
þau henni öll sem best þau
kunnu.
Eftir heimkomuna um 1930,
hélt Guðrún áfram saumaskap.
Heklaði einnig mikið og hafði af
því unun. Henni leiddist prjóna-
skapur. Eftir að hún gat ekki
lengur haft fótavist, krepptist hún
mjög fljótt. Eftir nokkur ár, námu fætur við rasskinnar og handleggir
krepptir um olnboga upp með síðum. Einnig krepptir fingur. Fylgdu
þessu miklar kvalir. Fimm fyrstu leguárin, þurfti Ragnheiður að mata
hana. Er leið á lagaðist það. Gat hún matast því sem næst hjálparlaust, ef
diskur var settur á bringu hennar.
Þessi mynd af, ,frœnku ‘ ‘ tekin í Reykja-
vík rétt áður en hún fer austur eftir um
20 ára fjarveru.