Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 74
72
MÚLAÞING
Áður en Guðrún lagðist í rúmið, fékk hún mjólkursprautur hjá Ásbimi
Stefánssyni, lækni. Hann dvaldi um tíma á Selnesi hjá Ingibjörgu hálf-
systur sinni og manni hennar Gísla Guðnasyni, póst- og símstöðvar-
stjóra. Ásbjöm sagði Guðrúnu, að hún mætti ekki snerta á verki tiltekinn
tíma, fleiri mánuði. Það gerði hún ekki, en batnaði um tíma. Hvort sá
bati hefði orðið til frambúðar, veit enginn. Þessari meðferð lauk, þá Ás-
björn fór frá Breiðdalsvrk. Seinna var fenginn hveraleir frá Hveragerði,
sem hita átti upp og leggja við liðina. En Guðrún þoldi þá ekki. Voru of
þungir. Nú til dags hefði þetta verið framkvæmt á allt annan máta. Guð-
rún kvartaði aldrei um í baki. Var verst í höndum, olnbogum og hnjám.
Hver dagur í lífi fatlaðs fólks er í hlutarins eðli verulega frábrugðinn
degi þeirra frísku. Ég innti Ragnheiði eftir, hvernig dæmigerður dagur
hefði liðið. Fer hér á eftir stutt lýsing Ragnheiðar á því.
Ragnheiður hefur orðið
,,Frænka“ var oft þjáð, stundum sárþjáð, fékk ógurlegar kvalir. Lá
hljóðandi svo klukkutímum skipti. Haraldur læknir á Fáskrúðsfirði lét
hana hafa ópíum og morfín. Átti að gefa henni nokkra dropa við verstu
kvölunum. Var raunar það eina sem sló á. Stundum vai' hún svo kvalin,
að það mátti varla snerta hana. Varla hægt að þvo henni né hagræða.
Með því að kreppa fæturna, virtist henni líða ögn betur. Fyrir vikið
krepptust þeir fyrr. Gat þess vegna ekki legið nema á bakinu, á legu-
hring." Oft voru næturnar verstar. Eftir kvalafulla nótt og inntökur, sofn-
aði hún og svaf stundum fram eftir. Virtist raunar þurfa lítinn svefn.
Ef ég á að reyna að lýsa venjulegum degi, er best að byrja að morgni.
Hann hófst með því að ég gægðist inn, til að vita hvort ,,frænka“ væri
vöknuð. Skipti ekki öllu máli, hvort hún hefði haft órólega nótt. En það
var sama hve hljótt ég gekk um, alltaf vissi hún af mér, þekkti allar
hreyfingar í húsinu. Ég held fótatak hvers og eins. Heyrnin virtist verða
næmari, þegar annað gaf sig. Ég gaf henni dropana, alltaf báða í einu,
færði henni ,,bekken“ og lagaði koddann og púðann milli hnjánna o.fl.
Best þótti henni að handtökin væru sem líkust frá degi til dags. Síðan
sótti ég hekludótið, lagði það á bringu hennar og stakk heklunálinni
milli fingranna. Þá færði ég henni kaffi og brauð. Hún var fremur
neyslugrönn, enda brennsla líkamans ekki mikil. Stundum kom fyrir að
11 „Loftfylltur gúmmíhringur til að liggja á til varnar legusári.“ ísl. orðabók, Menning-
arsjóður 1963.