Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 75
MÚLAÞING
73
hún snerti ekki matinn, heldur raðaði bitunum með gafflinum, bjó til úr
þeim einhverja ævintýraveröld. ,,Sérðu þetta ekki?“ spurði hún og til-
tók eitthvað. Jú, jú, vitaskuld sá ég það. Hún blundaði af og til, heklaði
þess á milli og kallaði eftir að láta færa sig á koddanum. Undir svefninn
fékk hún dropa. Stundum dugði það ekki. Vaknaði hljóðandi. Eftir
kvalaköst, langaði hana oft í kaffi.
Læknar er síðar stunduðu ,,frænku,“ voru eitthvað að gagnrýna Har-
ald fyrir þessar lyfjagjafir. En ég spyr: Hvað átti hann að gera? Þessar
kvalir voru ekkert spaug. Oft var erfitt að nálgast þessi meðul. Ferðir
strjálar og stundum fóru skip hjá. Björgvin fór marga ferðina eftir með-
ulunum, ýmist upp í Vatnsskóga, oft í vondri færð eða út á Breiðdalsvík.
Þá komu meðulin með skipi frá Djúpavogi. Það var spölur þá, dagsferð,
þó ekki sé lengi verið að renna þetta á bíl í dag. Litlir skammtar voru
gefnir. Lengi vel ekki send nema 25 gramma glös. Síðustu árin voru þau
orðin 500 grömm. Reynt var að minnka þessar meðalagjafir smátt og
smátt, en ,,frænka“ þurfti þeirra alltaf með.
---jBÍífS----..
....—u:i
-■ :rr. -:=;rr:-i
-r-
--'Xivv"
- -y - . -Z. ' '; •
-..... -
....
•**"*W- /
- • -...rp- : #=
‘teís. ««
....3?/.S?'*"sL •----*„ £.
-rrr-^-rs .--£p • - -
•' .-V -• rn
'?****".'
' J/|: -^4Cv'
■ • - - . , • ■ : .; . ■ •:
•' vv?
.... ‘
J "//■, ,
.■
Rúmteppið sem getið er i greininni. Það er sett saman úr 80 pörtum sem eru
18x18 sm hver. - Mynd Guðjón Sveinsson.