Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 76
74
MÚLAÞING
Við betri líðan lagaðist heilsan lítillega. Hún gat borðað sjálf eins og
fram hefur komið og hún fór að hekla. Of bandinu öðruvísi um fingurna
en venja er til. Og hún heklaði mikið: dúllur, blúndur, dúka og eitt rúm-
teppi. Heklaði það í 80 stykkjum fyrir Kristínu Jónsdóttur frá Þorvalds-
stöðum. Setti Helga Kristjánsdóttir, Gömlu-Rúst á Búðum það saman.
Þetta teppi er til enn og notað við hátíðleg tækifæri eins og sagt er.
Prjónað gat ,,frænka“ aftur á móti ekki. Síðustu vikurnar sem hún lifði,
gat hún ekki einu sinni heklað en vildi gera það. Því stakk ég á morgn-
ana heklunálinni milli fingranna á henni og nálin gekk alltaf.
Þrátt fyrir þessar miklu kvalir komu stundir er henni leið betur, eink-
um er leið á ævina. Til dæmis kenndi hún öllum mínum börnum að lesa.
Einnig vandaði hún um við þau, ef henni fannst þau tala skakkt eða ó-
skýrt. Hún lét þau alltaf lesa stutt í einu og var nákvæm á að þau kæmu á
réttum tíma. Stundum ef mikið og merkilegt var að gera, t.d. verið að
rétta, lá við að þau færu með tárin í augunum í lestramámið. Átti þetta
einkum við um strákana. En börnin báru vissa virðingu fyrir ,,frænku“
og vildu ekki bregðast trausti hennar. Það launaði hún með að hafa þá
lestrartíma styttri. Og börnin komu brosandi til baka, ánægð yfir að hafa
uppfyllt þessa skyldu. ,,Frænka“ virtist hafa gott lag á þessari kennslu.
T.d. var Ingibjörg orðin læs fjögurra ára. Haustið eftir hafði hún tapað
kunnáttunni eitthvað niður. Þá varð ,,frænka“ gnafin. Sagði slæmt að
ekki skyldi hafa verið hugsað fyrir því að láta barnið lesa yfir sumarið.
En þetta kom aftur á stuttum tíma. Svo lásu börnin í staðinn fyrir hana.
Settust oft við rúmið hjá henni í náttfötunum. Hún talaði við þau, lét þau
lesa eða fara með bænir. Þegar kveikt var á kvöldin á olíulömpunum, fór
hún oft með eftirfarandi bæn og kenndi krökkunum að fara með hana.
Kannski ein fyrsta vísan sem þau lærðu. Hún hljóðaði svo:
,,Komdu blessað ljósa ljós
lýstu ísafoldu,
þar til þess að rós við rós
rís með prís úr moldu.“
Allt stuðlaði þetta að því, að börnin vöndust við reglusemi og tillits-
semi. Og á hverju sumri fóru þau inn í skóg og tíndu reyrgresi handa
,,frænku,“ sem hún lét í koffortið sitt. ,,Frænka“ var hollráð. Það stað-
festir þetta litla ljóð, sem hún hefur skrifað í stflabók. Ég veit ekki um
höfund.