Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 77
MÚLAÞING
75
Vorhygð
Auðtrúa þú aldrei sért,
aldrei tala um hug þinn þvert.
Þá má heita hyggings hátt
að hugsa margt en skrafa fátt.
Tak þitt æ í tíma ráð,
tekst þó ei sé lundin bráð.
Vin þann skalt þú velja þér,
sem vitur og þar með tryggur er.
,,Frænka“ var höfðingleg, bar mikla persónu. Hún var minnug og
fróð og hélt því til hins síðasta. Las kannski ekki mikið bækur og fljót að
fara yfir þær, renndi einhvern veginn yfir þær. Það virtist henni nóg.
Hún fylgdist með útvarpi og öllum fréttum og mundi þær vel. Hún unni
ljóðum, las þau og mundi. Kristján Fjallaskáld var henni hugleiknastur.
Hafði numið ljóð hans jafnóðum og þau birtust í blöðunum. Síðar eign-
aðist hún ljóðabók hans. Kunni hana. Söng oft, ,,Þar Missisippis megin-
djúp fram brunar / í myrkum skógi’ og vekur straumanið....“. Kannski
hefur hún fundið einhverja samkennd með þessu olnbogabami. Lánleysi
hans átt samkennd hennar. Það veit enginn.
Margt hefði mátt skrifa upp eftir “frænku,“ en fórst fyrir eins og tíð-
um vill verða í amstri dagsins. Alla Passíusálmana kunni hún, einnig
töluvert af sálmum og bænum. Ekki var hún trúuð á þann veg sem
kirkjurækið fólk nú á tíðum telur sig vera. En innst inni var hún það, þó
margur hafi haldið annað. Fráskilin kona e.t.v. í augum samborgaranna
ekki sannkristin. Bænirnar kenndi hún börnum heimilisins. Kenndi þær
einnig börnum er dvöldu hér tíma og tíma. Sagði þau eins og heiðið
fólk, kynnu þau ekki bænir. Og þessa bæn bað hún mig að lesa yfir lík-
börunum, sem ég að sjálfsögðu gerði:
Berðu nú, Jesú, bænina mína
blessaðan fyrir föðurinn þinn
leggðu mér nú liðsemd þína
líti hann á kveinstaf minn.
Fyrir þitt heita hjartablóð
heyr þú mig nú, elskan góð.
Þér sé lofgjörð lögð og samin
lifandi Guð um aldir - amen.