Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 78
76
MÚLAÞING
Þetta talar sínu máli.
Húslestrar voru lengi lesnir heima í Höskuldsstaðaseli, allt til 1933.
Voru þeir í föstu formi. Er allir höfðu lokið sínum verkum, höfðu þvegið
sér og haft fataskipti, hófst lesturinn. Var það um klukkan ellefu fyrir
hádegi. Pabbi las og Eiríkur væri hann ekki heima. Flestir sungu á undan
og eftir. Hæst og mest sungu ,,frænka“ og Marteinn. Virtust hafa gam-
an af söng, einkum ,,frænka“. Sagði mér að hún hefði verið stuttan tíma
vinnukona hjá ísólfi Pálssyni. Þar fegnið áhuga að læra á orgel. Var búin
að læra nótnalestur, en varð síðan að hætta, vegna giktarinnar. Þó gat
hún leikið lítilsháttar á orgel.
Úrfórum ,,fœnku“
Þó hendur Guðrúnar væru krepptar í liðugan aldarfjórðung, gat hún
skrifað, hafði gaman af að skrifa bréf. Skrifaðist á við ýmsa. T.d. Marey
dótturdóttur sína eftir að hún flutti að Selnesi, eins Lillu (Sigrúnu Björg-
vinsdóttur). Þá skrifaðist hún á við Margréti í Vatnsskógum. Bréfum
Margrétar lét hún brenna. Það sama mun Margrét hafa gert við bréf
Guðrúnar. A.m.k. fundust þau ekki í fórum hennar eftir að hún lést. Til
gamans og glöggvunar á skírri hugsun Guðrúnar og góðri frásagnargáfu,
fer hér á eftir hluti úr bréfi, er hún skrifar Marey, dótturdóttur sinni. Það
er ódagsett, en eftir staðfestum heimildum skrifað á ofanverðum mars-
mánuði 1959 og er orðrétt.
Elsku litla systir!1'
Hjartans þökk fyrir í vetur og allt frá því þú varst lítið bam þakka jeg allt. Öll-
um líður vel hér. Aldrei hefur komið kvef í allan vetur. Veðrið er nú alltaf gott
glaða sólskin og blíða farið að slá grænum lit á túnið. Nú er Ingibjörg2 * *’ að búa
sig í 3 vikna veru í skólann og Þorgrímsstaðasystur1' og Dodda og Maggi41 Bragi
LBjörgvinsson] sækir þau. Hann er búinn að vera víst 3 vikur útfrá í vinnu og í
gær kom hann með Sólvallafólkið.51 Nú er bíllinn í góðu lagi. Presturinn6’ fór til
Stöðvarfjarðar á laugardaginn (fór með Hallbjörn.7’ Stelpan81 er á Breiðdalsvík.
” Þannig ávarpaði Guðrún dótturdóttur sina, Marey. Ragnheiður álítur að með því að nota
ekki Mareyjar nafnið, hefði hún viljað forðast að ýfa sársaukann vegna dótturmissisins.
21 Eldri dóttir Ragnheiðar og Björgvins.
” Kristín og Hulda Ingadætur.
41 Þorgerður og Magnús Guðmundarbörn, Höskuldsstöðum.
5’ Sigrún og Helgi ásamt börnum sínum.
6’ Séra Kristinn Hóseasson í Heydölum, bróðursonur ,,frænku.“
71 Sonur prestshjónanna.
81 Guðríður, dóttir prestshjónanna.