Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 79
MÚLAÞING
77
Frúin1’ fór til lækninga til Reykjavikur, og ætlar að leggjast á spítala, en svo kom
mynd af henni í Tímanum. Þar situr hún á flokksþingi!! fremst á blaði!!! Svona
er að þjóna föðurlandinu svona fárveikur.
Ragnheiður [Hóseasdóttur] er alltaf að prjóna fyrir aðra og nú er hún búin að
fá lampa yfir prjónavélina svo nú sér hún vel til og mótor við þvottavélina svo
nú þarf ekki að stíga hana í gang aðeins setja hana í samband. Svona lagast allt,
(nema jeg). Jæja, jeg er búin að hekla teppið 80 stykki...
Þá víkur hún að börnum heimilisins.
...Unnur er orðin nærri altalandi nema errið. Hún kann margar vísur og syng-
ur. Baldur er orðinn nokkuð vel lesandi, en herfilega latur. Björn21 er nú vel læs,
báðir vilja helst leika sér alla daga við bfla. Jæja, elsku systir mín. Jeg fer nú að
hætta þessu ljóta klóri, og kveð kærri kveðju. Góður Guð gæti þfn ávallt elsku
bamið mitt þín einlæg amma Guðrún H. Björnsd.
Allir eru úti í góða veðrinu og jeg alein inni. Kl. er 7 og albjart og sólskin úti.
Þama vottar fyrir einmanakennd. Hana skynjar 11 ára stúlka, Helga
Magnúsdóttir, sem getið var í upphafi greinarinnar. Þær ,,frænka“ skrif-
uðust á eftir að Helga hætti að dvelja sumarlangt í Höskuldsstaðaseli.
Hún býr nú á Grenivík. Á dögunum, sendi hún Ragnheiði stutt bréf, þar
sem hún lýsir fyrstu kynnum sínum af Guðrúnu Helgu. Fara hér á eftir
nokkrar glefsur úr þessu bréfi. Þær varpa skíru ljósi á þessa raunakonu.
...Þegar ég kem að Seli 11 ára gömul og sá Guðrúnu Helgu fyrst, þá brá mér
töluvert, þó ég reyndi að láta ekki á því bera. Ég vissi eiginlega ekkert hvemig
ég ætti að koma fram við hana, en það fór nú fljótt af. Fyrst var að finna út hvað
ég ætti að kalla hana, enginn kallaði hana nafninu hennar. Hún stakk upp á að
ég kallaði sig nöfnu, og það gerði ég. Ég dáðist að henni og vorkenndi henni
líka...
...Við urðum ágætar vinkonur. Skapið bitnaði minnst á mér, en allt vildi hún
vita. Mér fannst þetta voðaleg forvitni, en skildi það betur þegar ég eltist. Ég
dáðist að hvað hún gat heklað, en það hlýtur að vera sárt að fylgjast með lífinu
sem áhorfandi eða áheyrandi, mest þama inn af eldhusinu og geta ekki tekið þátt
í því, nema hekla....
...Hún var lagin við að skjalla mig. Ef hún vissi af mér einni í bænum, þá kall-
aði hún: ,,Æ, helltu nú á könnuna, enginn býr til eins gott kaffi og þú, og komdu
með rjóma með“ ...Þarna drakk ég fyrst kaffi eða réttar sagt rjóma með kaffi,
11 Anna Þorsteinsdóttir, Mýrmanns, prestsfrú.
21 Unnur, Baldur og Bjöm böm Ragnheiðar og Björgvins.