Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 84
ÞÓRHALLUR GUTTORMSSON, ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR,
ÞÓRÓLFUR FRIÐGEIRSSON
Um séra Guttorm Vigfússon prest í Stöð
Ættarmót niðja séra Guttorms Vigfússonar og konu hans, Þórhildar Sigurðar-
dóttur, var haldið að Stöð í Stöðvarfirði sumarið 1992. Þar flutti Þórhallur Gutt-
ormsson frá Hallormsstað æviágrip séra Guttorms og minningarorð um hann,
Anna Þorsteinsdóttir erindi um konur hans og heimili og Þórólfur Friðgeirsson
ávarp við leiði prests í Stöðvarkirkjugarði.
Æviágrip Guttorms Vigfússonar
Um miðjan ágúst 1992 heiðra niðjar Guttorms Vigfússonar í Stöð
minningu hans.
Guttormur fæddist 23. apríl 1845 í Hvammi á Völlum á Fljótsdalshér-
aði. Hvammur var hjáleiga frá Vallanesi um langan aldur og um þessar
mundir var Vigfús faðir hans aðstoðarprestur föður síns í Vallanesi og
bjó í Hvammi. Vigfús varð síðar prestur í Ási í Fellum. Hann var sonur
Guttorms, rektors Hólavallaskóla í Reykjavík, kennara í Bessastaða-
skóla, prests á Hólmum í Reyðarfirði og í Vallanesi og prófasts í Suður-
Múlasýslu.
Foreldrar Guttorms í Vallanesi voru Páll Magnússon, prestur á Val-
þjófsstað, og Sigríður Hjörleifsdóttir, prests á Valþjófsstað, Þórðarsonar.
Hjörleifur var kominn af Einari, skáldi og presti í Heydölum, Sigurðs-
syni.
Móðir Guttorms í Stöð var Björg, fyrri kona Vigfúsar í Ási, Stefáns-
dóttir, prests á Valþjófsstað, Ámasonar, prests á Kirkjubæ í Hróars-
tungu, Þorsteinssonar. Kona Stefáns Árnasonar og móðir Bjargar var
Sigríður Vigfúsdóttir, prests að Valþjófsstað, Ormssonar. Móðir Stefáns