Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 92
90
MÚLAÞING
Guðríður og Þorsteinn Mýrmann, í Stöð með þá harmafregn að Páll
hefði drukknað af báti í Hvítá hinn 9. febrúar. Þá skrifar afi: “Sá mesti
sorgardagur sem ég hefi lifað eftir þetta heittelskaða, kærleiksríka og
blíða, hrausta og efnilega og fríða ungmenni.” Páll var fjórða barnið sem
afi missti og þriðja barn ömmu. Hér koma manni í hug orð Njáls á Berg-
þórshvoli eftir víg Höskulds Hvítanessgoða: “Er ég spurði að hann var
veginn þótti mér slökkt hið sætasta ljós augna minna.”
Um Benedikt fjögra ára skrifaði afi á latínu: “Puer optime spei et
ingenio et corpore pro aetate insignis.” Sem útleggst: “Drengurinn er
eftir aldri búinn miklu andlegu og líkamlegu atgervi og af honum má
mikils vænta.” Lofsamlegum orðum fer hann líka um hann sjö ára og
endar þannig: “Guð blessi og varðveiti öll hans ár og leiði hann ætíð við
sína mildu og traustu föðurhönd og frelsi augu hans frá tárum og fót
hans frá hrösun.”
Og dálætið tekur líka til dóttursona. Um Kristján í Löndum eins árs
skrifar hann að hann sé efnilegur og fagur sveinn og fjörmikill, allra eft-
irlæti.
Árið 1910 var Skúli Þorsteinsson hjá afa sínum í þrjá mánuði. “Yndis-
elskubarn hefi ég aldrei þekkt nokkurt á hans reki með jafnmiklu and-
legu fjöri, miklu ímyndunarafli og víðtæku hugsunarsviði, að ætlan
minni afar mikið mannsefni - ef vel er á haldið - enda líkamlegt atgervi,
þroski og fjör eftir sálargáfunum. Eftirtektin á hverju, sem talað er, frá-
bær, lundernið létt, stanslausar spurningar um hvaðeina.” Mildi og kær-
leikur talar hér út úr hverju orði og lýsir viðhorfi afa til barna sem hann
áréttar í ljóðinu Frá foreldrum á brúðkaupsdegi Guðríðar dóttur hans.
Mildi mannafaðir
mín ég fel þér böm.
Þeirra stund og staðir,
stefna um lífsins traðir,
giftuvegir glaðir
velta á þinni vörn.
í föður- og móður-friði
ferðu, dóttir blíð.
Ung mér öldnum viði
ætíð varstu að liði.
Sértu á hverju sviði
ástkær öllum lýð.