Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 95
MÚLAÞING
93
Betri en frumsmíðin og gerðar af meira listfengi þykja mér þýðingar
hans. Hann þýddi aðallega eftir dönsk og þýsk skáld. Ég hef þegar lesið
Bogmanninn en hér er annað sýnishorn, Skilnaður og endurfundir, höf-
undur ókunnur nú.
Ut á sollið hrannar hvel
horfði hún mörgu sinni.
Skýjaförin, skruggur, él
skarpt hún festi í minni.
Harmar þungt
hjartað ungt
að horfa á bak þeim vini sem það unni.
Presturinn Guttormur Vigfússon boðar endurgjaldslögmálið, að hvert
verk sem maðurinn vinni, gott eður illt, snúi aftur til baka til hans og
hafi í för með sér umbun eða refsingu, að hver sá sem hafi eigingjörn
markmið geti ef til vill náð tilgangi sínum en þau komi honum í koll...
Hann er á móti andatrú og frjálslyndi og öllum lausingjahætti í trúmál-
um og bregður söfnuðinum stundum um ókirkjurækni... Það mun vera
sérstakt fyrir Guttorm Vigfússon að hann flutti skírnarræður og hjóna-
vígsluræður svo og skírnarljóð og hjónavígsluljóð.
Ræður hans eru margar áhrifamiklar, þrungnar mælsku og andagift og
hann beitir mögnuðum stílbrögðum eins og endurtekningum, andstæð-
um og táknum. Líkingar sækir hann mjög til náttúrunnar sem hann unni
af alhug. Þegar skriðan mikla hljóp á Stöðvarland skrifaði hann að hún
spillti útsýni og fegurð inn til dalsins.
I húskveðju yfir eiginmanni, sem deyr frá konu og börnum, rifjar hann
upp hjónavígsluna sem hann framkvæmdi fyrir átta og hálfu ári og segir
svo: „Tuttugasta og fimmta júlí árið 1897 þá stóðu grös og jurtir í hæst-
um sumarblóma og glóðu þann dag í regndögginni sem jafnan er blíð og
hæg á þeim tíma árs og svarar til þeirra tára sem sannkristnir menn fella
á gleðinnar degi af þakklátssemi fyrir guðs gæsku - það var sumar í
hjörtum þeirra líkt því sem var í náttúrunni fyrir utan þau - síðan lýsir
hann ástsamlegri sambúð hjónanna og eitt af merkjum hennar séu hin
fjögur ungu barnablóm. Svo kom reiðarslagið ,,með dauðans kalda
stormi” sem slökkti lífsljós annars ástvinarins.”
í messu á uppstigningardegi beitir hann kröftugum endurtekningum,
hliðstæðum og andstæðum: ,,Hver sem elskar sannleikann og talar hann
án yfirhylmingar og kýs heldur að særa aðra með sannleikanum en að