Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 97
MÚLAÞING
95
moða fyrst honum var oftar en einu sinni neitað um úttekt í Karlshúsi.
Var það kannski af fátæktar sökum að börn hans gengu ekki menntaveg-
inn?
Frá árinu 1902 eða 3 má heita að afi hafi átt við stöðuga vanheilsu að
stríða þótt magaveikin, sem hrelldi hann, legðist þyngra á í einn tíma en
annan. 1904 fór hann á Franska spítalann á Landakoti sér til lækningar
og í fylgd með honum var Guðríður dóttir hans. Flann fékk þar nokkra
bót meina sinna undir tilsjón Guðmundar Bjömssonar landlæknis en
hvergi nærri fulla heilsu.
Það er nú komið að lokum máls míns sem orðið er alllangt en margt
hef ég orðið að fella úr svo sem tengsl hans við ættingja og vini og
reglulegar ferðir upp í Hallormsstað á vit tengdafólks og Björgvins
bróður. Ég verð líka að sleppa bréfaskiptum við fjölmarga menn, skóla-
bræður, nemendur, vensla- og vildarmenn. Það sem fyrir mér hefur vak-
að er að veita ykkur nokkra innsýn í það hvern mann forfaðir okkar
hafði að geyma.
I maí 1896 las afi í Fjallkonunni grein sem hét “Notaleg kirkja.” Sam-
kvæmt því sem þar væri sagt þætti sér æskilegt að söfnuður Stöðvar tæki
að sér kirkjuna og flytti hana út í þorp þar sem við erum nú. Á því varð
þó meira en aldarfjórðungs bið. Afi hætti prestsskap 1925 og hafði þá
verið prestur í Stöð í 37 ár, og ári síðar tók Benedikt, yngsti sonur hans,
við búinu. Sigurbjörn var þá fyrir nokkrum árum fluttur í Háteig.
Hjónin Benedikt og Fríða fluttu út í þorp 1932. Hjá þeim var afi til
æviloka við frábæra umönnun þeirra. Mörg síðustu árin lá hann blindur í
kör.
Ungur drengur sá ég afa minn tvisvar, 1933 og 35. Ég skynjaði ekki
hvaða lífi var að ljúka en man eftir mjúkri og hlýrri hendi sem strauk
vanga minn.
Þórhallur Guttormsson
Prestskonurnar
Séra Guttormur Vigfússon var tvíkvæntur. Um fyrri konu hans er svo
sagt í Æviminningum föður hennar, Jóns Austmanns, prests að Stöð í
Stöðvarfirði, útgefnum af ekkju hans, Reykjavík 1889:
“Vorið 1852 kvæntist sjera Jón í annað sinn Helgu Jónsdóttur frá
Böðvarsnesi, Gunnlaugssonar prests að Hálsi í Fnjóskadal. Með henni
átti hann eina dóttur, Málfríði Önnu; hún var fædd að Eyjadalsá 22. á-
gúst 1852. Vorið 1873 giptist hún Guttormi presti Vigfússyni á Ríp í