Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 99
MÚLAÞING
97
minningabrot úr bernsku minni og skyggnast inn á verksvið hennar.
Fyrst minnist ég ömmu í sambandi við jólaskóna, en þeir voru svartir
með hvítum eltiskinns-bryddingum. Stundum, að minnsta kosti, voru
skómir gerðir heima, en amma litaði alltaf skinnið. Einnig mændi ég á
fallega litar bandhespur, sem hún færði mömmu og notaðar voru í spari-
flíkur, vettlinga og sokka. Þetta band litaði hún úr mosa og öðrum jurt-
um. Hún saumaði lika sérlega fallegar svuntur með fínum leggingum og
prjónaði rósaleppa, sem hún slyngdi.11
Þegar amma kom í heimsókn, sem ekki var mjög oft, fannst mér sjálf-
sagt að láta fara lítið fyrir mér. Hún var há kona og virðuleg og þurfti
mikið að tala við mömmu, hún var gestur og ég var feimin. Svo fylgdi
mamma henni á leið.
Allt öðru vísi var það með afa, hann kom svo oft og sat á tali við Val-
gerði föður-ömmu mína. Þegar hann fór fylgdum við Bjössi, yngstu
börnin, honum. Þá fór hann í eltingaleik við okkur og náði okkur stund-
um með því að krækja stafnum sínum fyrir okkur, og við vorum ekki há
í loftinu þegar við bárum hann á gullstól yfir Grundarlækinn.
A sunnudögum vorum við klædd í sparifötin og látin fara inn að Stöð
til þess að hlusta á húslesturinn. Ég man ekki hver las, en mér fannst
amma syngja vel.
Húsaskipun var þannig, að þegar útidyrahurðin var opnuð, blasti við
stigi upp á loftið. Þar voru tvö herbergi undir súð. Til hægri við inngang-
inn voru dyr inn í íbúð Sigurbjörns móðurbróður míns, en hún var eitt
herbergi og eldhús, en til vinstri var íbúð ömmu og afa. Fyrst var komið
inn í eldhúsið. Til vinstri var eldhúsbekkurinn meðfram öllum útveggn-
um; gluggi var yfir bekknum. Á bekkshorninu vinstramegin við inn-
ganginn stóð olíuvél. Á henni var eftirmiðdagskaffið hitað. Á gólfinu
við hinn endann á bekknum var stór, læst kista (brauðkistan). Við end-
ann á henni voru dyr, sem lágu inn í stofuna. I eldhúsinu hægra megin
við stofudyrnar, var lítill bekkur. Á honum var skilvindan. I eldhúsinu
var gólfið alltaf hvítskúrað og allt í kring í röð og reglu. Aldrei hefði
mér dottið í hug að láta sjást spor eftir mig á þessu fína gólfi. I þessu
eldhúsi tók ég fyrst eftir því að afi kallaði ömmu mömmu og hún hann
pabba. Amma var eitthvað að bauka við skilvinduna og afi sagði eitt-
hvað brosandi meðan hann snerist í kringum hana, grannur og hvikur.
Ég hugsaði: Var hún kannski mamma hans? En þessi flækja var ofvaxin
mínum skilningi.
" Brydda illeppa með fótofnu bandi (Isl. orðabók Árna Böðvarssonar 1983)