Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 104
102
MÚLAÞING
Mér líkar þetta miklu betur
það meig og lak í fyrravetur.
Þá undruðust bæði Páll og Pétur
prestsins auma lekasetur.
Nokkrum árum síðar var búið að reisa nýjan bæ í Stöð. En upp á hvað
hafði þessi staður að bjóða annað en torfbæinn sem stóð hér skammt
ofan vegar og kirkjuna, sem stóð efst í kirkjugarðinum.
Stöð var rýrt brauð. Hér voru lítil hlunnindi utan nokkrar hjáleigur
sem lítið sem ekkert gáfu af sér og fjörubeit. Ekkert æðarvarp og sáralít-
ill reki en sækja mátti silung í ána hluta ársins.
Hér í Stöð höfðu þó setið 22 prestar á undan séra Guttormi sem vitað
er um allt frá árinu 1395 og sumir hverjir all merkir klerkar eins og t.d.
séra Vigfús Jónsson sem samdi Píslarhugvekjur og hafði hjá sér í læri
Jón Eiríksson, síðar konferensráð, og séra Jón Austmann, snjallan kenni-
mann og lækni. Sem fjárjörð þótti Stöð allgóð en túnið var þýft, sums
staðar alveg kargaþýfi eins og í Skollareitnum hér utar og neðar í túninu.
Vinnumaður frá Osi í Breiðdal, einni hjáleigunni frá Stöð, var eitt sinn
að slá þennan teig en að því loknu, og áður en hann fór heim, skildi hann
eftir vísu á borði húsbóndans.
Búinn er ég með breiðum ljá
að berja upp Stöðvarteiginn.
Á honum spretti ekkert strá
oftar hérna megin.
En presturinn svaraði með annarri stöku.
Fyrir þessa ég aðra á
ósk að hinum megin.
Með bitlausum og brotnum ljá
þú berjir Stöðvarteiginn.
En hvað um þetta, haglendið var gott fyrir sauðfé, gróðursælt í hlíðum
og dölum og kjarri vaxinn ásinn hér fyrir innan.
En hverfum öld til baka. Við hugsum okkur prestshjónin standa á
hlaðinu og lfta á umhverfið í sól á ágústmorgni. Sitthvað ber fyrir augu,
þá eins og nú. Silfurtær Stöðvaráin liðast um dalinn. Yst i austri ber
Kambanes með hnútunni fyrir augu - eitt stílfallegasta nes við landið að