Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 106
104
MULAÞING
finnst víghóll eða orrustustaðir, hvergi talað um vígaferli eða ofbeldi svo
ég viti a.m.k. Ekkert kennileiti sem bendir til þess. Við skulum biðja
þess að Stöðvarfjörður, þar sem rót okkar liggur, megi alla tíð njóta
þeirrar helgi sem Þórhaddur hinn gamli lagði á.
Mig langar til að fara með þrjár vísur eftir séra Guttorm sem fluttar
voru í brúðkaupi ömmu minnar, dóttur hans. Þær eru upphafið á löngum
bálki, sem hann flutti við það tækifæri. Vísurnar fjalla um gleðina, feg-
urðina og vináttuna og við skulum fara að orðum langafa míns og njóta
alls þessa saman þessa dagana.
1. Valda að vildum, vinar í skini
sólar margsæla yður segjum við hér.
Góð með oss gleði, gestirnir bestu,
eflist af afli, þess óskum nú vér.
2. Hýrt sé í hjarta, heit sé vor teiti.
Björt í vorbirtu blæði hver und.
Bón vor er beini blessist vel þessum.
Gestunum glæstum á gleðinnar stund.
3. Hlær sól í heiði, hossar í fossum
ung grær á engi anganblíð rós.
Vor er i veri. Vogur í loga,
blær vekur báru, blítt er á ós.
Að lokum. Það er von mín að þessi stutta viðdvöl í Stöð verði minnis-
stæð, og oft er það svo að stutt stund verður löng í minningunni. Og nú
vil ég biðja Stefaníu Sigurbjörnsdóttur og Önnu Þorsteinsdóttur að
leggja blóm á leiði sæmdarhjónanna, séra Guttorms Vigfússonar og
maddömu Friðriku Þórhildar Sigurðardóttur.
Þórólfur Friðgeirsson.