Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 107
GUÐLAUGUR VALTÝSSON, GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR
Æviágrip
Guðlaugar Eiríksdóttur
Guðlaugur Valtýsson skráði að mestu eftir heimildum í rituðu máli og af snældum eftir
móður sinni, Guðrúnu dóttur Brynjólfs á Ormsstöðum í Breiðdal og söguhetjunnar, Guð-
laugar Eiríksdóttur, sem enn lifir á elliheimili á Seyðisfirði nær 100 ára að aldri, fædd 19.
ágúst 1894. Bóndi hennar, Brynjólfur Guðmundsson (f. 18. maí 1892) andaðist 16. apríl
1975.
“Ég” í frásögninni er Guðlaug Eiríksdóttir - fyrstu persónu frásögn.
Móðurafi minn hét Bjami Sveinsson og amma mín Guðrún Jónsdóttir
og bjuggu þau í Viðfirði. Þau eignuðust 16 börn og 12 þeirra komust til
fullorðinsára, 6 dætur og 6 synir.
Stúlkurnar hétu að því er mig minnir: Ingibjörg, Guðlaug, Vilhelmína,
Sesselja, Guðfinna (fór til Ameríku), og móðir mín Sigríður, en
drengirnir voru: Björn, Jón, Sveinn,
Armann, Halldór og Hermann.
A hverjum vetri var fenginn kenn-
ari til að kenna drengjunum en ekki
var siður að stúlkur lærðu á bókina.
Mömmu mína, Sigríði Bjamadóttur,
langaði til að læra að skrifa, og bað
hún ömmu um að lofa sér að vera í
tímum með drengjunum, en hún
sagði að stúlkur hefðu ekkert við
það að gera að læra að skrifa.
Mamma var nú ekki af baki dottin
og bað hún einn bróður sinn að gefa
sér forskrift og lærði hún að skrifa
þannig. Man ég eftir að hún skrifaði
svo ljómandi vel og rétt, því hún
skrifaði mér alltaf.
Guðlaug 5 ára.