Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 108
106
MÚLAÞING
Afi var mjög bókhneigður og skrifaði mikið, og Guðrún amma var
forkur dugleg, prjónaði og spann, svo að stundum fór lítið fyrir svefni
því börnin voru mörg.
Fátækt var þar eins og víðast annarstaðar en stolt ömmu var mikið eins
og eftirfarandi saga sýnir. Hermann sonur þeirra trúlofaðist stúlku sem
Júlíanna hét og var frá Stuðlum, sem var næsti bær, og var amma ekki
hrifin af þeim ráðahag því ætt stúlkunnar var ekki henni að skapi.
Til að koma í veg fyrir að Hermann tengdist þessari ætt tók hún það til
ráðs að koma honum til Ameríku, því Guðfinna systir hans og hennar
maður voru búsett þar. Hún flytur hann síðan til Seyðisfjarðar í veg fyrir
skipið sem hann skyldi fara utan með.
Þegar hún er á heimleið frá Seyðisfirði mætir hún Stuðlabátnum og
furðar hún sig á ferðalagi þeirra Stuðlamanna, og á hún að hafa sagt: -
Hvert skyldu Stuðlamenn nú vera að fara. Þegar bátarnir mættust var
breytt yfir kærustu Hermanns aftur í skut svo að amma sæi hana ekki,
því hún hefði verið vís með að snúa við og sækja son sinn, því skapmikil
var hún sú gamla. En unga parið hittist á Seyðisfirði og fóru þau saman
til Amertku.
Mamma fékk mynd af þeim löngu seinna og voru þau þá búin að eign-
ast 6 eða 7 börn. Var þetta ljómandi myndarleg fjölskylda og létu þau
vel af sér.
Eitt sinn er ég var að koma frá Reykjavík og var að bíða eftir að flug-
vélin færi, settist hjá mér maður og gaf sig á tal við mig, sennilega
vegna þess að ég var f íslenskum þjóðbúningi. Var hann Vestur-íslend-
ingur í 60 manna hóp sem var hér á ferðalagi, og var hann að fara til Pat-
reksfjarðar. Hann var fæddur vestra en talaði mjög vel íslensku. Þegar
hann fór settist hjá mér kona og tókum við tal saman. Hún sagðist hafa
flutt utan þegar hún var 2ja ára og talaði hún afskaplega slæma íslensku.
Ég spurði bæði manninn og konuna hvort þau könnuðust við mitt fólk
og gerðu þau það, einnig vissu þau deili á Guðrúnu frá Vaði dóttur Ingi-
bjargar móðursystur minnar.
Heimurinn er ekki alltaf stór, að hitta þetta fólk svona á ferðalagi og fá
fréttir af ættmennum sínum úti í heimi.
Eftir að Bjarni afi dó fluttist amma í Skorrastað til Jóns sonar síns og
var þar til dauðadags.
Föðurafi minn hét Jón Markússon sem byrjaði sinn búskap í Eskifelli í
Lóni. Afi minn átti pabba með vinnukonu sem Sigurveig hét og var hún
send burtu, en pabbi alinn upp hjá Jóni og Valgerði Ólafsdóttur frá
Húsavík eystra konu hans, en þau eignuðust aðeins eina dóttur saman og