Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 114
112
MULAÞING
Fyrir jól þurfti frú Ragnhildur að sauma á sig og elsta son sinn Sigurð
og lét hún mig hjálpa sér frekar en stúlkumar, og gekk það bara vel.
Einnig lét hún mig sníða buxur á Kxistínu, en hún var næstelst bamanna
og saumaði ég þær líka.
Mér er minnisstætt eitt atvik þegar ég var á Búlandsnesi, en þá gisti
Þorsteinn Erlingsson skáld þar. Það var siður að færa svona þekktum
mönnum í rúmið, en stúlkurnar færðust undan að gera það, svo það kom
í minn hlut að færa honum kaffið.
A meðan hann var að drekka tók ég fötin hans og skóna og burstaði
eins og siður var með meiriháttar gesti og fór með þau upp og náði í
bakkann í leiðinni. Svo var þetta búið, en þegar gesturinn er að fara þá
spyr hann hvar litla stúlkan sé, sú sem færði honum kaffið í morgun,
hann ætlaði að kveðja hana. Þá er kallað í mig, en ég var uppi á lofti, og
um leið og hann kveður lætur hann detta krónu í lófann á mér. Var þetta
mikill peningur í þá daga, sérstaklega held ég hjá manni eins og Þor-
steini sem var ekki talinn ríkur maður, og var ég voða lukkuleg með
mína krónu, enda hafði ég aldrei eignast pening fyrr.
Til Reykjavíkur
Eftir 4. janúar fór ég til mömmu út í Borgargarð, og þaðan fermdist ég
hjá séra Jóni Finnssyni. Man ég að Margrét kona verslunarstjórans lán-
aði mér skautbúninginn sinn. Á bolludaginn kom Margrét með fullan
bakka af bollum í skólann handa öllum krökkunum og var það nú meiri
hátíðin.
Björn Bjarnason móðurbróðir minn í Reykjavík” skrifaði mömmu og
bað hana að lána mig til sín til að gæta barnanna og til snúninga. Þegar
ég kom til Reykjavíkur var Gyða kona hans farin til ísafjarðar með eitt
af bömunum og Björn var í prófum, en hann var kennari við kennara-
skólann, og fór hann vestur eftir prófin. Gyða hafði beðið vinkonu sína,
frú Hafstein, fyrir mig, en þær voru kunnugar frá ísafirði.
Gyða var læknisdóttir en hin sýslumannsdóttir. Ég var þarna um sum-
arið og gerði nú heldur lítið, aðallega póleraði ég gluggana á laugardög-
um því rykið var svo óskaplega mikið þá á Laugaveginum. Það kom
fullorðin kona snemma á morgnana og burstaði alla skó og sennilega
hreinsaði hún gólfin. Ég svaf í sama herbergi og þær dætur þeirra.
'* Þetta var dr. Bjöm frá Viðfirði, kunnur menntamaður og rithöfundur. Kona hans hét
Gyðríður Þorvaldsdóttir frá fsafirði. - Á.H.