Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 118

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 118
116 MÚLAÞING ég hana eitt sinn er ég var að fara í vinnuna í Kúnstverslun Kristínar, en þar vann ég að hálfu, og biður hún mig að koma til sín er ég kæmi að utan, en því vildi ég ekki lofa því maður veit aldrei hvað framundan er. Þetta var 1913, og hafði Björn leitað sér lækninga í Danmörku og lá á ríkisspítalanum þar, og síðan í Sviss þar sem hann náði nokkrum bata og kom heim 1918. Hann tók þá aftur til við orðabókina sem nú er kennd við Blöndal, því Björn hafði safnað miklu af orðum meðan hann lá veikur, en ég held að hans sé hvergi getið varðandi bókina. Fær hann síðan spönsku veikina og það reyndist honum ofviða eftir öll veikindin og deyr hann úr henni. Gyða kona hans fór nokkru eftir lát Björns til Hafnar með dætumar tvær, þær Kristínu og Sigríði, en Þórunn var dáin. Högni sonur hennar ólst upp hjá bróður Gyðu. Hún hafði fengið vinnu í Höfn við að spila á píanó við bíóin, en við komuna þangað ofkælist hún, fær lungnabólgu og deyr. Svo var það nú í mars 1913 að ég legg af stað út í hann stóra heim, en það var enginn kvíði í mér, það var ekki á þeim árum. Það átti að borga farið mitt því ekki hafði ég tök á því. Ég lenti á fyrsta farrými með konu sem hét Guðrún Hall og var systir Jóns Hall á Starmýri í Alftafirði. Við fengum ljómandi gott veður og vorum að mig minnir 8-10 daga á leiðinni. Við stönsuðum aðeins í Leith, en ekki nógu lengi til þess að við gætum skoðað okkur um í Edin- burg. Þar var þetta umtalaða ,,Prinsessstreet“ sem er svo gríðarlega fal- legt. Þegar við komum til Hafnar var enginn kominn til að taka á móti mér og var ég nú heldur kvíðin og henni Guðrúnu Hall fannst leiðinlegt að skilja mig eftir eina en dóttir hennar sótti hana. En þá veit ég ekki fyrr til en að Ríkarður Jónsson rekur höfuðið inn úr gættinni og var hann að grennslast eftir Islendingum sem komu með skipinu. Bað ég nú Ríkarð blessaðan að fylgja mér heim til þeirra í Willemoes- gade og fórum við í sporvagni, en ég varð að skilja dótið mitt eftir. Júlí- us Guðmundsson húsbóndi minn hafði spurst fyrir um skipið um morg- uninn og var honum sagt að það kæmi ekki fyrr en seinni partinn. Þau hjónin voru nú heldur hissa þegar ég kom og lá frúin í rúminu ný- búin að eiga barn sem hún því miður missti, en þrátt fyrir það eignaðist hún síðar öll börnin sín heima, hún vildi það frekar en að fara á spítala. Já, þarna kom ég á þetta yndislegasta heimili sem ég get hugsað mér og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.