Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 119
MÚLAÞING
117
var mér svo vel tekið að það var eins og ég væri að koma heim. Það var
ekkert bam fyrsta árið sem ég var, en svo fæddist Agnar (faðir Guðrúnar
læknis og alþingismanns) og var ég þarna í þrjú og hálft ár.
Þá var Sólveig systir komin, en hún kom annað árið sem ég var í Höfn
og ætlaði hún í hannyrðaskóla, sem ég man nú ekki lengur hvað hét.
Hún var svo heppin að fá 1. verðlaun í skólanum, en það var önnur ís-
lensk stúlka sem var búin að vera árið áður og var nú búist við því að
hún fengi 1. verðlaun en hún fékk 2. verðlaun eins og árið áður og varð
hún voðalega sár.
Það var haldin sýning á stykkjunum og máttu stúlkurnar bjóða einni
með sér svo að ég hlaut boðið hjá systur minni. Það var sagt að ekkju-
drottning styddi við skólann fjárhagslega. Sólveig systir, sem varð hæst
og vann til verðlauna, átti að koma fram fyrir drottningu í íslenskum
búningi og fékk hún lánaðan skautbúning til þess og var henni sagt
hvernig hún ætti að koma fram við athöfnina.
Þegar allir voru sestir kemur drottningin með tvær dætur sínar, þær
Dagmar og Tyre, en drottning var einnig móðir Kristjáns X. Þá var hún
nýbúin að missa maka sinn Friðrik VIII, en hann varð bráðkvaddur í
Þýskalandi.
Svo fer nú athöfnin fram og afhendir drottning henni heiðursskjal og
eitt hundrað krónur í peningum. Hundrað krónur voru miklir peningar,
en þá var mánaðarkaupið mitt tíu krónur, en ég varð að borga farið út og
var það tekið af kaupinu, og fékk ég þegar það var búið fimmtán krónur.
Einn sunnudaginn fórum við systurnar, ég og Sólveig, með járnbraut
til Hróarskeldu til að sjá dómkirkjuna og konungagrafirnar. Við fengum
leyfi hjá umsjónarmanni til að skoða dómkirkjuna. Þegar inn kom blasti
við stórt kirkjuskip og út úr því byggingar og þar inni var ýmislegt að
sjá, þar á meðal konungakisturnar. Fórum við í eina þessara bygginga og
þar voru 3 gylltar kistur sem stóðu hlið við hlið úti á gólfinu. Þegar við
fórum út var hvelfing á vinstri hönd og stóðu kistur þar einnig, en mér
fannst svo þungt loftið þar inni að við flýttum okkur út.
Eitt sinn fékk ég kort frá frú Nilsen, en ég hafði verið hjá henni í tvo
mánuði í Reykjavík er hún lá rúmföst. Frú Nilsen býður mér í dýragarð-
inn með sér og börnunum. Veðrið þennan dag var yndislegt og hafði ég
aldrei komið þar áður svo ég varð að biðja vagnstjórann að segja mér
hvar ég ætti að fara úr vagninum en dýragarðurinn var langt úti á Frið-
riksbergi.
Þarna sá ég að sjálfsögðu allskonar dýr, t.d. fíla, nashyrninga og apa
sem grettu sig framan í okkur. Frú Nilsen hafði nesti með sér og keypti