Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 119

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 119
MÚLAÞING 117 var mér svo vel tekið að það var eins og ég væri að koma heim. Það var ekkert bam fyrsta árið sem ég var, en svo fæddist Agnar (faðir Guðrúnar læknis og alþingismanns) og var ég þarna í þrjú og hálft ár. Þá var Sólveig systir komin, en hún kom annað árið sem ég var í Höfn og ætlaði hún í hannyrðaskóla, sem ég man nú ekki lengur hvað hét. Hún var svo heppin að fá 1. verðlaun í skólanum, en það var önnur ís- lensk stúlka sem var búin að vera árið áður og var nú búist við því að hún fengi 1. verðlaun en hún fékk 2. verðlaun eins og árið áður og varð hún voðalega sár. Það var haldin sýning á stykkjunum og máttu stúlkurnar bjóða einni með sér svo að ég hlaut boðið hjá systur minni. Það var sagt að ekkju- drottning styddi við skólann fjárhagslega. Sólveig systir, sem varð hæst og vann til verðlauna, átti að koma fram fyrir drottningu í íslenskum búningi og fékk hún lánaðan skautbúning til þess og var henni sagt hvernig hún ætti að koma fram við athöfnina. Þegar allir voru sestir kemur drottningin með tvær dætur sínar, þær Dagmar og Tyre, en drottning var einnig móðir Kristjáns X. Þá var hún nýbúin að missa maka sinn Friðrik VIII, en hann varð bráðkvaddur í Þýskalandi. Svo fer nú athöfnin fram og afhendir drottning henni heiðursskjal og eitt hundrað krónur í peningum. Hundrað krónur voru miklir peningar, en þá var mánaðarkaupið mitt tíu krónur, en ég varð að borga farið út og var það tekið af kaupinu, og fékk ég þegar það var búið fimmtán krónur. Einn sunnudaginn fórum við systurnar, ég og Sólveig, með járnbraut til Hróarskeldu til að sjá dómkirkjuna og konungagrafirnar. Við fengum leyfi hjá umsjónarmanni til að skoða dómkirkjuna. Þegar inn kom blasti við stórt kirkjuskip og út úr því byggingar og þar inni var ýmislegt að sjá, þar á meðal konungakisturnar. Fórum við í eina þessara bygginga og þar voru 3 gylltar kistur sem stóðu hlið við hlið úti á gólfinu. Þegar við fórum út var hvelfing á vinstri hönd og stóðu kistur þar einnig, en mér fannst svo þungt loftið þar inni að við flýttum okkur út. Eitt sinn fékk ég kort frá frú Nilsen, en ég hafði verið hjá henni í tvo mánuði í Reykjavík er hún lá rúmföst. Frú Nilsen býður mér í dýragarð- inn með sér og börnunum. Veðrið þennan dag var yndislegt og hafði ég aldrei komið þar áður svo ég varð að biðja vagnstjórann að segja mér hvar ég ætti að fara úr vagninum en dýragarðurinn var langt úti á Frið- riksbergi. Þarna sá ég að sjálfsögðu allskonar dýr, t.d. fíla, nashyrninga og apa sem grettu sig framan í okkur. Frú Nilsen hafði nesti með sér og keypti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.