Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 121
MÚLAÞING
119
þurfti á vagni að halda og var presturinn staddur á heimilinu og bauðst
hann til að keyra hana þangað. Frúin og dóttir hennar voru svo aldeilis
hissa á að sjálfur presturinn skyldi skemma sig á þessu. Læknirinn var
lítið skárri en þær.
Frúin bað Sólveigu að vera lengur hjá sér en hún gat ómögulega hugs-
að sér það. Þegar hún fór alfarin kvaddi frúin hana ekki, bara hrinti
henni út fyrir þröskuldinn.
Eitt gamlárskvöld var ég boðin til Nilsenhjónanna og Nilsen fór með
okkur í Kaupmannahöfn til að lofa okkur að sjá lífið þar. Það voru ó-
skapleg læti eins og alltaf þau kvöld.
Svo var það einu sinni sem oftar að ég er að fara heim eftir heimsókn
hjá þeim hjónum og fylgdi stúlkan sem var hjá þeim mér á stöðina til að
taka sporvagninn. í því er við komum á stöðina rennur seinasti vagninn
framhjá og veit ég nú ekkert hvað ég á að gera, því ef ég yrði um nóttina
myndu þau heima verða svo hrædd um mig.
Ég tók þann kostinn að fara fótgangandi alla þessa löngu leið, en veðr-
ið var gott. Var ég alhvítklædd svo það bar nóg á mér og var ég alveg
dauðhrædd. Þegar ég kem upp á Austurbrú kemur strákur labbandi í
humátt á eftir mér, en ég þóttist hvorki heyra hann né sjá og labba bara
beint áfram þannig að hann verður leiður og hættir að elta mig og snýr
við. Varð ég þá heldur fegin og gekk allt vel heim. Var það hrein guðs
mildi.
Við Sólveig löbbuðum eitt sinn þessa sömu leið frá Ráðhústorgi, þá
var einhver uggur í mér og bað ég Sólveigu að koma með mér og sofa
um nóttina. Þegar við vorum komnar hálfa leið göngum við fram á dáta
sem stendur upp við ljósastaur og fer að tala til okkar, og var hann bara
dónalegur. Ég varð svo reið að ég stappaði niður fótunum framan í hann,
en hann abbaðist ekkert meira upp á okkur og gekk allt vel heim.
Þetta sumar var ég boðin með húsbændum mínum, Júlíusi og frú Guð-
mundson, í fjölleikahús og var systir frúarinnar í heimsókn en hún var
kennari og átti frí yfir sumarið. Það var fallegt af þeim að bjóða mér
með, en þau voru nú alveg sérstök. Ég var til dæmis látin borða inni í
stofu með fjölskyldunni og hafði Júlíus sagt við konu sína að sér fyndist
leiðinlegt að vita af henni Guðlaugu borða einni frammi í eldhúsi.
Þannig var ég alltaf eins og ein af fjölskyldunni. En þarna í fjölleikahús-
inu var mér starsýnt á lítinn strák sem lék allskonar kúnstir. Var hann
sagður fullorðinn en ekki stærri en tveggja ára barn.
Nú ætluðum við systurnar að fara að vinna á saumastofu, því það var
útrunninn ráðningartíminn hjá mér. Þurftum við að fá okkur íbúð, en