Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 134
132
MÚLAÞING
manna greiðviknastur og oft til hans leitað að smala nærliggjandi dali,
enda var hann þar þaulkunnugur. Gísli var ekki stór maður né kraftaleg-
ur og virtist ekki ýkja léttur á fæti, en þol hans og úthald var með ólík-
indum.
Það var í janúarbyrjun 1980 að ég settist niður sem oftar hjá Gísla.
Eins og stundum áður tókum við tal saman um löngu liðna atburði. Gísli
var þá orðinn 85 ára, sjónin farin en minnið óbilað. í þetta sinn barst
talið að vondum veðrum og flaug mér þá í hug að spyrja um páskabylinn
1917. Gísli mundi vel páskabylinn. Hann var vinnumaður á Hamri þenn-
an vetur á 23. aldursári og mun einkum hafa haft þann starfa að gæta
fjár. í aðalatriðum sagðist honum svo frá:
“Það var gott veður dagana fyrir páska, oftast suðlæg og suðvestlæg
átt. Jörð var orðin auð og féð á bæjum í Hamarsdal var oftast látið liggja
úti. Fullorðna féð á Bragðavöllum var mest úti á Hólum, en gemlingarn-
ir uppi í Sniðafjalli. Laugardag fyrir páska, 7. apríl, var milt veður en
þykknaði í lofti er á daginn leið. A Hamri var ákveðið að hýsa allt féð
um kvöldið. Hvort það var veðurútlit eða eitthvað annað sem réði þeirri
ákvörðun er ekki gott að segja um. Um kvöldið í rökkurbyrjun byrjaði
að snjóa. Snjóaði fyrst í logni en brátt hvessti og kl 8 - 9 um kvöldið var
komið ofsaveður og glórulaus snjóbylur. Geisaði veðrið alla nóttina og
páskadag allan með mikilli fannkomu, aftaka roki og hörkufrosti. Annan
páskadag fór nokkuð að rofa til. Var þá ákveðið að brjótast frá Hamri
suður í Bragðavelli, þótt veður væri enn mjög vont, og athuga hvernig
ástatt væri þar.” Fóru þeir Olafur Þórlindsson, síðar bóndi á Hamri, og
Gísli þangað suður. Kom þá í Ijós að féð hafði ekki verið hýst. Þann dag
skráir Jón Sigfússon í dagbók sína: “Ólafur á Hamri og Gísli að hjálpa
upp á Fúsa, en gátu lítið að gert - fundu féð slegið og blint og hroðalega
útleikið.” Þeir Ólafur og Gísli ákváðu að brjótast út í Bragðavallahóla og
huga að fullorðna fénu. Með þeim fór Sigfús Jónsson sonur Jóns á
Bragðavöllum. í Hólunum fundu þeir nokkuð af fénu, sumt frosið niður.
Nokkrar kindur fundu þeir dauðar. Ein lá dauð á miðjum skafli upp af
Hólvíkinni. Tvær eða þrjár hafði hrakið út á Hjónapollinn og frosið þar
niður. Voru þær þó lifandi. Þeir félagar gátu losað þær og komið þeim í
skjól. Eina kind grófu þeir í fönn í Hólvíkinni.
Forustusauðurinn Svartur og Digra-Móra voru frosin niður á mýrinni
sem Jón kallaði “mýrina þar sem heyjað er handa einum hesti.” Svartur
reif sig upp úr klakanum er hann sá til mannanna. Frostið var um 17 stig
þennan dag. Sumar kindur stóðu uppi en fætur þeirra voru frosnir niður í
klakann. Ein ær hafði komið heim að fjárhúsunum um nóttina en önnur