Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 137
MÚLAÞING
135
Við reyndum því á þessu hausti að bæta okkur upp slæma útkomu
línuveiðanna með því að útvega dragnót og þann útbúnað, sem nauðsyn-
lega tengdist því.
Línuveiðar voru stundaðar um allan sjó, frá grunnmiðum til ystu miða
þeirra daga, að fimmtíu sjómílum frá ströndinni. Þessar veiðar voru erf-
iðar, m.a. vegna óþolandi ágangs útlenskra botnvörpunga, sem bókstaf-
lega sagt hundruðum saman skófu fiskimiðin fram og aftur árið út og
árið inn og línubátar urðu að hrökklast undan þeim, m.a. út í hafsauga,
dýpra en togaraflotinn aðallega hélt sig, til þess að forðast eftir bestu
getu að týna veiðarfærum í vörpum þeirra.
Ég minnist þess einnig að okkur stóð nokkur stuggur af öllum þessum
fjölda togara vegna árekstrahættu í Austfjarðaþokunni, en stjórnendur
þeirra sýndu oftlega stórfellt gáleysi á siglingu sinni í þokunni. Við þótt-
umst jafnvel vita um þessi skip á fullri ferð í þokunni með sofandi vakt-
menn í brúnni. Okkur þóttu þessir útlendu togarar óþolandi og stjórn-
endur þeirra í mörgum tilfellum skeytingarlausir þorparar gagnvart bát-
um okkar og veiðarfærum.
Við bókstaflega hötuðumst við allt þetta togarakraðak og létum ekkert
tækifæri ónotað til þess að reyna að gera þeim skráveifur. T.d. stálum
við “togbaujum” þeirra ef við sáum okkur færi. Þessar “baujur” voru
með stöng og flaggi og ágætum löngum vír og neðan í honum dregg eða
lítið “ankeri”. Auk þess héldu margir góðir belgir þessu á floti. Við viss-
um að þeim þótti sárt að týna “baujunum”.
Þegar við hófum dragnótaveiðar á þessum haustdögum kreppunnar
miklu var útbúnaður okkar vægast sagt frumstæður. Við höfðum ekki
efni á að festa kaup á dragnótaspili, sem er sérstaklega útbúin vinda til
þess að draga inn í bátinn hin löngu (hundruð metra) og þungu tóg, sem
dragnótin var dregin með eftir sjávarbotninum. Við tókum það til bragðs
að breyta línuspili á bátnum þannig að við settum koppa, svokallaða,
ofan og neðan á skífuna á línuspilinu og drógum svo dragnótatógin tvö
sitt af hvorum koppi, þannig að einn maður dró tógið af efri koppnum
og hringaði það á “dekkið” en annar dró á sama hátt tógið af neðri
koppnum.
Ég varð 14 ára þetta haust og byrjaði í raun sjómennsku mína á þess-
um dragnótaveiðum, en hafði frá fyrri æskudögum unnið við útgerð, við
línubeitningu, aðgerð og fiskverkun og önnur þau störf er tengdust línu-
veiðum og framleiðslu á saltfiski, aðallega sólþurrkuðum saltfiski.
Ég hafði að vísu farið í nokkra svokallaða “Langanestúra” á bátnum,
en þær veiðiferðir tóku allt að tveim vikum. Frá þeim ferðum man ég