Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 141
MÚLAÞING
139
bergi því er lá að herbergi okkar Árna. Sverre var skólabróðir og vinur
okkar Árna.
Þennan vetur var Akureyri hersetin af fjölmennu bresku herliði, en
eins og kunnugt er hertók breski herinn Island í maímánuði árið 1940.
Hermenn höfðu aðsetur víða á Akureyri og í nágrenni. Herinn hafði m.a.
aðstöðu fyrir marga háttsetta foringja sína í Jerúsalem, ef ég man rétt,
beint fyrir framan gluggana hjá okkur Árna. Það fór ekki hjá því að við
fylgdumst nokkuð með háttum þessara hermanna og raunar annarra er
um götuna fóru þar sem utsýni okkar var ágætt. Á sama hátt gátu þeir,
sem hinu megin götunnar voru haft auga með því sem við félagar á efstu
hæð Parísar höfðumst að í glugganum eða við hann.
Þennan vetur gekk allskæð influensa á Akureyri. Ekki man ég hvoru
megin áramóta það var, en ég, Árni og Sverre vorum meðal þeirra, sem
fengu pestina, og fengum hana á sama tíma. Veikin lagðist allþungt á
fólk og við lágum fyrst nokkra daga með háan sótthita en síðan viku eða
svo minna veikir. Þegar við fórum að hressast var eðlilegt að við vildum
eitthvað hafa fyrir stafni. Ekki þó að lesa námsbækur, heldur að bjástra
við eitthvað áreynsluminna.
Þar sem Sverre Valtýsson var í íbúð foreldra sinna handan skilrúms
þess er lá að herbergi okkar Árna, þá fórum við að dangla í vegginn sitt
hvoru megin, í fyrstu óreglubundin högg en eins og oft vill verða þá þró-
aðist iðja okkar auðvitað í þá átt að ná betra sambandi á milli okkar. Það
leiddi til þess að við urðum okkur úti um merkjastafróf (morse) og hóf-
um merkjasendingar með því að líkja eftir “morsinu” með stuttum hljóð-
um eða höggum og lengri hljóðum. Þetta gerðum við með blýanti eða
reglustiku og var auðvelt að mynda lengri hljóðin með því að draga blý-
antinn eða reglustikuna ofurlítið eftir þilinu um leið og við dumpuðum á
vegginn. Þessa iðju stunduðum við með þessari tækni í nokkra daga og
kunnáttu okkar í merkjasendingum íleygði fram, jafnframt því sem okk-
ur batnaði sóttin.
Nú bar svo til að kunningi okkar og skólabróðir kom í heimsókn til
okkar félaganna í París. Kom þar máli okkar að við Parísarbúar skýrðum
honum frá kunnáttu okkar í því að tjá okkur á merkjamáli. Eitthvað mun
sannleiksgildi fullyrðinga okkar hafa farið fyrir brjóstið á vininum. Við
héldum fast við staðhæfingar okkar og þar kom að komumaður vildi fá
ótvíræða sönnun í máli þessu ef nokkurt mark skyldi á okkur tekið, enda
skyldi hann setja reglur um það hvernig sanna ætti hæfni okkar. Metnaði
okkar og æru var hér ógnað og við féllumst á skilyrði þessi.
Þegar dimmt var orðið um kvöldið skyldi athöfn þessi fara fram. Ekki