Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 144
ÁRMANN HALLDÓRSSON
Sumarferð 1944
Það var rigning um morguninn og hún féll m.a. á nokkra flekki inni á
mýrum, 15-20 hesta flekki sem búið var að slá og raka í, og þeir þurftu
flæsu til að þorna. Nú var orðið þurrt á og útlit fyrir að glaðna mundi til.
Skýjafarið gaf von um þurrkvisu seinni partinn og hugsanlega þurrt
næsta dag. Þess vegna var eg að hugsa mig um, hvort eg ætti að fara.
Reyndar gerði ekki svo mikið til þótt eg færi, þau pabbi og Magga
mundu klára sig við heyið, en verra að missa klárinn. Þetta var þó nokk-
ur spölur inn á mýrarnar og seinlegt að flytja á einum.
Pabbi gerði þó ekki mikið
úr þessum vanda. Það mætti
setja heyið á reipi og fleygja
strigabrigði yfir baggana -
eða þá að binda þá ef það liti
út fyrir rok. Það varð úr að eg
fór.
Sóði var sóttur, eg ferð-
bjóst, át dável og hélt af stað.
Leiðin fyrir höndum lá inn
alla sveit, yfir Háls og Heiði,
Loðmundarfjörð, Hjálmu
(Hjálmardalsheiði) og á
Seyðisfjörð. Þar hugðist eg gista hjá Olínu frænku minni á Dvergasteini,
þaðan yrðu einhver ráð á að komast á fundinn, labba inneftir ef ekki
vildi betur til.
Eg var ekki þaulkunnugur þessari leið til Seyðisfjarðar, en var þó bú-
inn að kenna þrjú ár á Eyrunum í Seyðisfjarðarhreppi og fara á milli sjó-
leiðis nema einu sinni. Þá féll bátsferð til Loðmundarfjarðar með góð-
Lambhúsið á Snotrunesi, torfhús enn uppi-
standandi 1944.