Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 146
144
MULAÞING
hans og síðasta kennara í Loðmundarfirði, drjúga stund og naut góð-
gjöröa, og nú var eftir síðasti áfanginn yfir Hjálmardalsheiði, lrklega
a.m.k. 600m háa, en annars sé eg það ekki greinilega á korti. Þurrar og
þægilegar reiðgötur lágu út og upp frá bænum og upp á dalinn utan við
Gunnhildi og síðan inn og upp að baki Gunnhildar og Dagmálafjalls,
æðilanga en þokkalega leið upp í Krakaskarð á háfjallinu. Þegar þangað
kom var skollið á kolniðamyrkur, hlýtt og hreyfingarlaust. Af skarðinu
sáust rafljósin í Seyðisfjarðarkaupstað djúpt niðri sem litlar stjörnur í
dimmu þagnardjúpi. Grjótið þama uppi svo svart að eg sá ekki glóru frá
mér og ekki móta fyrir götunni sem liggur í sveigum niður brattann. Hér
er sem víðast um norðanverða Austfirði norðurhlíðar fjarðanna snöggt-
um brattari en suðurhlíðar. Það á þó ekki að öllu leyti við Seyðisfjörð
þar sem suðurfjöll eru snarbrött allt í sjó niður á strandlengjunni undir
Strandartindi.
Eg fór af baki og teymdi klárinn niður sveigða og bratta troðningana á
þessari verslunarleið Loðmfirðinga og svo dimmt var, að við lá að eg
þyrfti að þreifa eftir götunni. Þögnin var djúp, en þó eitthvert suð í Sel-
staðaánni sem fellur hér niður komin ofan af Kolstaðadal. Þessi bratti er
mestur efst í fjallinu, en þó snarbrött hlíðin alla leið niður á sléttu utan
við Dvergastein.
Þar baðst eg gistingar fyrir okkur Sóða og var hún auðfengin.
Eg hef víst fengið Þorbjörn Arnoddsson til að aka mér inneftir morg-
uninn eftir. Þar fór eg á hótelið neðan við götuna og utan við brúna á
Fjarðará. Var þar kunnugur frá árunum á Eyrunum. Þangað var komið
slangur af Austfjarðakennurum minnir mig, en þó getur verið að eg rugli
öðru skipti saman við þetta.
Fundurinn sem stóð fyrir dyrum var stofnfundur kennarasamtaka í
Múlaþingi. Til hans höfðu Seyðisfjarðarkennarar boðað, Karl Finnboga-
son skólastjóri, Steinn Stefánsson og Ingimundur Olafsson. Þeir ræddu
málið veturinn áður og hafa víst borið það undir kennara sunnar á fjörð-
um. Eg tók einhvern þátt í bollaleggingum þeirra um veturinn, þá kenn-
ari á Eyrunum, en átti þar annars ekkert frumkvæði svo að eg muni.
Þetta áttu að vera samtök réttindakennara, en þó með spurningarmerki,
og láta sig varða skóla-, kennslu- og kjaramál, svo sem önnur kennarafé-
lög og -sambönd í landinu, kjósa fulltrúa á þing Sambands íslenskra
barnakennara (SÍB), annars sömu mál og þetta samband. Þó var eitthvað
rætt um aðild framhaldsskólakennara að þessu austfirska kennarasam-
bandi og varð ofan á að samþykkja hana, en þó með nokkrum semingi.
Framhaldsskólakennarar voru ekki eingöngu nema á Eiðum og við