Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 147
MÚLAÞING
145
Gagnfræðaskólann í Neskaupstað, en aðrir tvöfaldir í roðinu, kenndu
bæði við barnaskóla og unglingadeildir á fjörðunum, en unglingaskólar
(oft kallaðir unglingadeildir) voru famir að láta á sér kræla í sambandi
við barnaskólana.
Það var mikill breytingatími á stríðsárunum og eftir þau og að sumu
leyti ruslaratími. Atvinna var yfirfljótanleg, á stríðsárunum setuliðsvinna
og síðan tók við uppgangur mikill í sjávarútvegi og reyndar líka í land-
búnaði upp úr stríðinu, svo að lítt dró úr atvinnueftirspurn þótt stríði
linnti. Miklar tilfærslur urðu á fólki í landinu, aðstreymi í þéttbýli, eink-
um á Reykjavíkursvæðið. Þar þutu upp stærðarhverfi með miklum hraða
með tilheyrandi byggingarvinnu. Verslunarstéttin brá heldur betur á leik,
keypti að sögn upp verslanir í heilu lagi erlendis, t.d. í Bretlandi, og er
hér átt við vörubirgðirnar. Sóunin varð mikil og stjórnlaus, en líka tókst
að vélvæða atvinnuvegi bæði á sjó og landi, nýsköpunartogarar komu
svo að grundvöllur fékkst undir gjaldeyrisöflun, landbúnaður vélvæddist
nokkuð hratt og ræktun þandist út, vegagerð vélvæddist líka, ýtur í stað
stungureku við að stinga sniddu og bílar í malarakstur í stað hestakerru
með strák. Það fór að hilla undir stórar rafveitur og margt fleira mætti
nefna af þáttum atvinnubyltingar eftirstríðsáranna sem hélt áfram þótt
stríðsgróðinn gengi til þurrðar á fáum árum, og við tækju gjaldeyrishöft.
Eg fékk að kenna á gjaldeyrisskortinum 1947 heldur betur, var þá sum-
arlangt í námsdvöl í Danmörku og fékk aðeins 600 danskar krónur í
nesti. Það bjargaði mér lítillega að eg komst yfir nokkrar krónur sænskar
með fullkomlega löglegum hætti þó. Þá voru íslenskar krónur ekki skíts
virði erlendis.
En 1944 var enn gamli tíminn á íslandi að nokkru leyti. Fátækt var að
vísu horfin að mestu, en atvinnuhættir í gömlum skorðum, landbúnaður-
inn rekinn að verulegu leyti með amboðum - hestasláttuvél í mesta lagi,
en farið að hilla undir traktora, farmalkubba.
Þessari byltingu fylgdi nokkur truflun á grónum venjum. Kennarar
urðu láglaunastétt og þeir fóru hópum saman í betur launuð störf svo að
skortur varð í stéttinni. Þessum skorti átti eg það að þakka að komast í
starf við framhaldsskóla á næsta þrepi ofan við barnafræðslu þótt eg
hefði tæpast menntun til, var ekki einu sinni stúdent! Barnakennsluferl-
inum hjá mér lauk óvænt þetta ár um haustið, en um það hafði eg enga
hugmynd á þessum fundi 2. september. Eg var að vísu að hætta í litla
þorpinu á Eyrunum, sem var að tæmast af fólki, en fékk skjótt loforð
fyrir forfallakennslu í Reykjavrk og góð orð um fasta stöðu áður en langt
um liði. Þangað lenti eg þó ekki, vegna þess að eg missti af áætlunarbíl