Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 150
148
MULAÞING
Hverfum nú aftur á Seyðisfjörð.
Fundarmenn tíndust að, allir með bílum minnir mig og hlýtur að vera.
Þeir hafa vafalaust komið í smáhópum, sameinast um bíl, því að yfirleitt
munu kennarar ekki hafa átt bíla á þessum tíma. Vegir voru ekki komnir
um allt svæðið, utan vegar þá enn Norðfjörður, Fáskrúðsfjörður og
Stöðvarfjörður. Djúpivogur líka nema með því móti að fá ferju yfir
Berufjörð og aka síðan um Breiðdal og Breiðdalsheiði til Skriðdals.
Hins vegar var orðið sumarfært til Vopnafjarðar. Ferðir um Austurland
voru þá örðugri og tímafrekari en síðar. Aætlunarbflar gengu þá að vísu
víða, og ef til vill hafa einhverjir fundarmanna getað hagnýtt sér þá.
Samt sem áður sóttu furðumargir fundinn og verða nú taldir í stafrófs-
röð (sbr. þó athugasemd á eftir talinu):
Ármann Halldórsson f. 1916 í Borgarfirði. Kpr. 1939. Kenndi í Eiða-
þinghá og á Eyrum í Seyðisfjarðarhreppi til 1944, eftir það á Eiðum. Nú
á Egilsstöðum.
Ásdís Steinþórsdóttir f. 1920 á Akureyri. Kpr. 1941. Kennari á Djúpa-
vogi 1941-1946, síðan í Reykjavík.
Björn Jóhannsson f. 1891 í Hrútafirði. Kpr. 1913. Kenndi í Berufirði,
Jökuldal, Norðfirði, skólastjóri Vopnafirði 1921-1961. Bjó áður í Jökul-
dalsheiði, skrifaði ævisögu sína. D. 1968.
Eiður Albertsson f. 1890 í Fnjóskadal. Kpr. 1913. Kenndi á Eskifirði 2
ár, skólastjóri á Fáskrúðsfirði (Búðum) 1918-1953. Vann mjög að at-
vinnu- og sveitarstjórnarmálum. D. 1972.
Eyþór Þórðarson f. 1901 á Héraði . Kpr. 1925. Kenndi í Neskst. í öll-
um skólum. Vann að félags- og sveitarstjórnarmálum og skrúðgarðagerð
og -rækt. Býr ári yngri en öldin enn (1992) í Neskst.
Guðlaug Sigurðardóttir f. 1899 á Útnyrðingsstöðum. Kpr. 1923.
Kenndi á Völlum og í Skriðdal. Bjó á Útnyrðingsstöðum. Nú á Egils-
stöðum.
Guðmundur H. Pálsson f. 1918 í Hnífsdal. Kpr. 1941. Kvæntur Ásdísi
Steinþórsdóttur. Þau kenndu á Djúpavogi, hann skólastjóri. Síðan í Rvík.
Guðmundur andaðist 1952, hæfileikaríkur og áhugasamur skólamaður.
Gunnar Ólafsson f. 1911 á Efra-Núpi V-Hún. Kpr. 1932. Kenndi syðra
og á Fáskrúðsf. Skólastj. í Neskst. 1946-1971. Vann mjög að æskulýðs-
málum, ekki síst skíðaíþróttum, frumkvöðull skíðamiðstöðvar í Odd-
skarði. Nú í Rvík.
Ingimundur Ólafsson f. 1913 í V-Skaft. Kpr. 1934. Nokkur ár á Seyð-
isf. á 5. áratug. Starfaði að æskulýðsmálum m.a. bindindismálum í Rvík
og víðar.