Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 154
152
MULAÞING
framhaldsnám til kennslustarfs, en sex vetur voru á milli fullnaðarprófs
úr barnaskóla og stúdentspróf. Sumum skólamönnum þótti æskilegt að
stúdentsprófs væri krafist til inngöngu í kennaraskólann. Laun miðuðust
að vissu leyti við námstíma, og með því móti mundu kennarar t.d. slaga
upp í presta í launum.
Hvað hinn tilganginn varðaði var um tandurhreinan hugsjónafélags-
skap að ræða, baráttu fyrir bættum kennsluskilyrðum, almennri menntun
og þroskavænlegu starfi á sviðum sem yfirvöld létu afskiptalítil, t.d. á
vettvangi félagsmála, íþrótta, söngmennta og verknáms. Ýmislegt fleira
mætti nefna af þessu tagi, og ýmsir kennarar unnu gríðarmikið að fé-
lagsmálum barna og unglinga án þess svo mikið að nefna borgun fyrir,
miðluðu uppeldisáhrifum gegnum störf með börnum og unglingum.
Þetta var frístundastarf og ekki alltaf mikils metið af samfélaginu og yf-
irvöldum þess. Það þótti sjálfsagt að kennarar störfuðu að félagsmálum
barna og unglinga fyrir ekki neitt bæði á skólatíma og utan hans að
sumrinu.
Aldursforsetinn Karl Finnbogason bauð fundarmenn velkomna, og
hann var kosinn fundarstjóri ásamt Skúla Þorsteinssyni, en ritarar Eyþór
Þórðarson og Guðmundur Pálsson.
Karl lagði sambandsmálið fyrir fundinn og var það samþykkt með öll-
um atkvæðum. Einnig lagði Karl fram tillögur að lögum fyrir samband-
ið, og var málinu vísað til laganefndar sem í voru kjömir Eiður Alberts-
son, Björn Jóhannsson og Guðmundur Pálsson.
Þá voru kosnir í dagskrárnefnd Ingimundur Ólafsson, Gunnar Ólafs-
son og Ármann Halldórsson.
Einnig var kosin allsherjamefnd og í hana Karl Finnbogason, Eyþór
Þórðarson, Ásdís Steinþórsdóttir, Jón Eiríksson og Skúli Þorsteinsson.
Vafalaust hefur fundurinn verið undirbúinn af hálfu Seyðisfjarðar-
kennaranna og legið fyrir að einhverju leyti tillögur um umræðuefni, en
þótt eðlilegt að setja þau í nefnd sem tilreiddi málin nánar fyrir meðferð
á fundinum, svo og önnur mál er fram kynnu að koma.
Tveggja daga fundur var fyrirhugaður. Fyrri dagurinn fór í að ganga
frá sambandsstofnuninni. Kennarasamband Austurlands skyldi barnið
heita, skammstafað K.S.A.
Að afloknum nefndakosningum voru lögð fram málefni fundarins eitt
af öðru.
Fyrst ræddi Steinn Stefánsson um “verkefnabækur og útgáfu þeirra”
og vitnaði til sænskra bóka af þessu tagi (vinnubóka) eftir Sjöholm og
Göes sem ákjósanlegra fyrirmynda.