Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 155
MÚLAÞING
153
Þá spjallaði Ingimundur Ólafsson um nauðsyn þess að koma á sameig-
inlegum innkaupum á handavinnuefni, ritföngum og fleiri nauðsynjum
barnaskóla til kennslu og vinnu í skólunum. Þessi mál voru náttúrlega í
höndum kaupmanna, einkum bóksala, og kaupfélaga á hverjum stað,
manna sem ekkert vissu í sinn haus um skólaþarfir.
Þriðja málið snerist um launakjör kennara og starfsskilyrði, útgáfu
námsbóka og útdeilingu þeirra, vor- og haustskólahald o. fl. Framsögu-
maður Skúli Þorsteinsson. Auk þess ræddi Steinn Stefánsson sérstaklega
um launakjörin og flutti um þau tillögu sem vísað var til nefndar eins og
hinum málunum.
Fleira gerðist ekki á fundi fyrri daginn 2. sept., en vafalaust hafa
nefndir komið saman, rætt málefni sem til þeirra var vísað og formað á-
lyktanir og tillögur um þau mál.
Næsta dag hófst fundur kl. hálftíu. Þá voru enn lögð fram mál. Sigdór
V. Brekkan ræddi um félagsstarfsemi með börnum í barnaskólum og í
tengslum við þá. Sigdór var eindreginn bindindis- og stúkumaður, hafði
mikla reynslu x félagsstörfum meðal barna, mælti af reynslu og urðu
talsverðar umræður um þessi mál.
Næst voru tillögur laganefndar fram lagðar. Lögin eru bókuð í lok
fundargerðar og helstu ákvæði þeirra þessi:
Félagsskapurinn skal heita Kennarasamband Austurlands, skammstaf-
að K.S.A., og félagssvæðið Múlaþing allt og Austur-Skaftafellssýsla.
(Eftir því sem eg best veit náði sambandið lengi vel lítt eða ekki suður
fyrir Lónsheiði, en teygðist suður þegar samgönguskilyrði bötnuðu.)
Tilgangur var náttúrlega sá að efla kynningu meðal kennara á sam-
bandssvæðinu með mótum, fræðsluerindum, námskeiðum og öðru því
sem stjórn teldi heppilegt á hverjum tíma. Ennfremur skyldi það vinna
að hagsmunamálum kennara.
Ekki er orð um það í hinum fyrstu lögum að sambandið gerist aðili að
landssamtökum kennara. Það kynni að vera að þau samtök hafi haft eig-
in skipulag um val landshlutafulltrúa á sambandsþing, en þetta ár sá þó
sambandið um fulltrúakjör. Eg var þá fulltrúi og man eftir Karli Finn-
bogasyni og Guðmundi Pálssyni.
Sambandsstjórn skyldi ákveða fundarstað jafnan og stjórn skipuð ná-
lægum kennurum svo að þeir eigi hægt með að hittast.
Lögin voru í níu greinum, þ.e. heldur stuttaraleg, og þau atriði helst
sem nú hefur verið talið.
Næsta fund var ákveðið að halda á Eskifirði eða Reyðarfirði. Seyð-
firðingarnir Karl, Steinn og Ingimundur voru kosnir í stjórnina og með