Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 157
MÚLAÞING
155
tíma í félagsstörf á sviði íþrótta, sýninga og skemmtana af mörgu tagi,
þar sem nemendur komu fram og önnuðust dagskrá undir leiðsögn
kennaranna. Þetta gerðu þeir fyrst og fremst nemendum sínum til
þroska, dugs og allra heilla.
Það kom aldrei til þeirra uppsagna sem Karl talaði á móti. Stjómvöld
héldu launum niðri að vísu, en bættu þau þegar óánægja reis og magnað-
ist. Barómetið féll aldrei niður á storm. En það steig heldur aldrei upp á
“meget smukt”. Tuttugu kennarar á þessum stofnfundi áttu að jafnaði 30
ára starfstíma í Múlaþingi, sýslum og kaupstöðum. Og þeir voru fleiri,
t.d. Anna Guðný Guðmundsdóttir á Borgarfirði og Ragnar Þorsteinsson
á Eskifirði, en fleiri man eg ekki í svipinn. Þetta er lauslega reiknað - og
Karli gleymdi eg. Hans Seyðisfjarðarár urðu 34. Nú eru a.m.k. 14 þess-
ara manna látnir.
Samþykktir á þessum fundi voru fleiri en nefndar hafa verið:
Lýst var yfir jákvæðu viðhorfi gagnvart ráðningu námsstjóra búsettum
á svæðinu. Námsstjóri var þá Stefán Jónsson frá 1942. Hann mun hafa
verið búsettur á Snæfellsnesi, en ekki var óskinni um búsetu beint gegn
honum persónulega.
Fundurinn taldi í samþykkt að félagsstarfsemi væri skólabörnum holl
og nauðsynleg og mælti með Rauðakrossdeildum og bindindisfélögum.
Þá var lýst óánægju með Ríkisútgáfu námsbóka og talið æskilegt að
fræðslumálastjórn og S.Í.B. tækju við útgáfunni.
Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri var hylltur “með dynjandi
lófataki” að starfslokum í embætti og minnst starfs hans sem skólastjóra
á Eiðum “með virðingu og þakklæti“. Nýr fræðslumálastjóri, Helgi Elí-
asson, var boðinn velkominn og þökkuð þegar unnin störf, “og væntir
[fundurinn] að fá að njóta forystu þinnar sem lengst“. (Skeyti.)
Enn var samþykkt áskorun eða tillaga sem miðaði að því að frænd-
þjóðunum á Norðurlöndum yrði veitt aðstoð í skólastarfi eftir hremm-
ingar stríðsáranna, því að sýnt þótti að veldi nasista væri komið að fót-
um fram.
Fundinum lauk með kaffidrykkju “í boði kennara á Seyðisfirði“. Þá
voru kennarar ekki búnir að læra það að láta sveitarstjórnir - hér bæjar-
stjórn - kosta þann þátt.
Ekki sátum við Sigdór Brekkan það ágæta boð. Við gengum í logn-
værð kvöldsins með fagurskyggndum firðinum allt út að Hánefsstöðum,
Sigdór að heimsækja systur sínar og mág þar, Svanþrúði og Helgu Vil-
hjálmsdætur frá Brekku í Mjóafirði og Sigurð, en eg til að eiga eina nótt