Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 158
156
MÚLAÞING
á því heimili sem eg hef haft skemmtilegustu og bestu dvöl þrjá vetur.
Um kvöldið ráfaði eg niður á Eyrarnar að heilsa upp á góðfólk þar, sá nú
þetta flæðarmálsþorp herlaust og kyrrlátt við lygnan sjó sem lá stilltur
við bryggjur og húsgrunna, en flöt túnræma og síðan græn brekka ofan
við götuna. Drakk kaffi í Sjávarborg, leit á skólann, Hermes, Dagsbrún,
Brekku, Landamót, ennfremur Skítagilið og Þangsteinana, en innar
Áreyrin særð af ruslahaugum Kananna, þar Alfa og Háeyri í námunda.
Eftir góða nótt kom næsti dagur með sólskin og heyþurrk og eg greip í
verk. Heyið var saxað upp á timburgrind sem hestur dró skamma leið að
hlöðu.
Eg man ekki hvernig eg komst í Dvergastein. Kannski var mér skotið
yfir fjörðinn, en á Dvergasteini gisti eg næstu nótt og beið eftir miðdags-
matnum hjá Línu frænku minni. Svo lögðum við Sóði á brattann upp á
Hjálmu. Það var fjandi bratt með köflum og þar fór eg af baki og
teymdi.
Þegar eg kom í brekkumar út og upp frá Sævarenda blasti við mér
sjón sem stendur mér fersk í hugskoti enn þann dag í dag: Lifandi Loð-
mundarfjörður, fólk að heyverkum í Klyppstaðarblá. Stórar spildur
Loðmundarfjörður á áttunda áratug. Fjárhús og hlaða í Stakkahlíð, hlöðuþakið
fokið. Þar sem lœgst eru fjöllin á myndinni lágu hestagötur um Tó til Héraðs.
Kirkjan á Klyppsstað sem hvítur depill til hœgri við blána sem ,,prýdd“ var
vélgröfnum skurðum áður en síðustu íbúarnir yfirgáfu fjörðinn.