Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 164
162
MÚLAÞING
Bærinn i Fjarðarseli var hér um bil í miðju túni. Túnið girt með hlöðn-
um grjótgarði, sem enn sér móta fyrir. Þjóðvegurinn lá með túni, svo oft
var mikill gestagangur, því þó stutt væri út í kaupstaðinn þá þótti mörg-
um betra að gista þar, oft með hesta, sérstaklega á haustin, þegar hestar
þurftu bæði hús og hey. Það kom oft fyrir, að menn komu blautir og
kaldir ofan af heiðinni og þurftu þeir oft mikla aðhlynningu. Aldrei var
tekið fyrir alla þá hjálp, sem þetta heimili lét í té, allt þótti sjálfsagt og
ekki talið eftir, enda var heimilið rómað fyrir gestrisni.
Það var alltaf margt fólk í heimili, búið töluvert stórt. Þá voru ekki
vélarnar komnar, sem nú létta störfin. Engjarnar lágu út frá túninu, alla
leið út að Hnausum (Skaga). Þar var aðallega heyjað, svo fengu bæjar-
búar lánaðar slægjur. Og mótaka var töluverð. Mórinn (svörður) var að-
allega tekinn fyrir utan kirkjugarðinn, síðan við veginn. Þar þótti hann
bestur. í ánni var töluverð silungaveiði. Það máttu allir veiða þar með
stöng (pilka). Það var bara frá Fjarðarseli, sem mátti leggja net (færa
fyrir), oftast utan við Helluhylinn. Það voru oft stórir silungar, sem
komu í netið. Nú er þar engin veiði. Það er skrítið, eins og þetta var oft á
þessum árum gott búsflag.
Á Seyðisfirði eru mínar æskustöðvar, fædd í Fjarðarseli. Þar bjó
langafi minn, Tómas Sveinsson, og kona hans, Guðný Einarsdóttir og
þar tóku við afi minn Olafur Sigurðsson og amma mín Guðný Tómas-
dóttir (föðurleifð hennar) og sonur þeirra Vigfús faðir minn og móðir
Hestasteinninn úr Fjarðarseli í Norðurgötunni á Seyðisfirði.