Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 165
MÚLAÞING
163
Elísabet Ólafsdóttir frá Mjóanesi. Fjarðarselstorfan var stór, dalurinn
upp á efstu brúnir að sunnan við ána út að mörkum Sörlastaða og svo
hálfur Fjörður og Tanginn eða Oddinn. Á þessari eign standa nú flest
hús Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Faðir minn og afi dóu í sömu vikunni, faðir minn aðeins 35 ára. Þetta
var árið (um haustið) 1900. Pabba varð kalt við að telja sauði út í enskt
skip, en það gerði hann á hverju hausti (þá voru sauðir seldir á fæti til
Englands) og var þá um leið túlkur. Hann kom veikur heim og dó eftir
þrjá daga úr lungnabólgu. Þá voru nú ekki komin meðul við henni.
Mamma og amma bjuggu nokkur ár eftir þetta (mamma tvö ár), þá varð
að selja þessa miklu eign kaupstaðnum, sem átti ekkert land fyrir. En
salan á þessari stóru og góðu eign er önnur saga, sem ekki verður rakin
hér. Fjarðarselsheimilið var rómað fyrir einstaka góðvild og rausn, og
það sem ort var um pabba látinn ber þess vitni.
Ég man vel eftir allri húsaskipan heima í Fjarðarseli. Það voru þrjár
burstir fram á hlaðið, yst stór heyhlaða, svo skemma með lofti, svo bað-
stofa, allt timburþil með gluggum uppi og niðri, og svo timburhús, sem
pabbi byggði framan (innan) við baðstofuna, gengið inn af hlaðinu í
húsin. Baðstofan var stór, bæði uppi og niðri, og á baka til var eldhús og
búr. í húsi pabba og mömmu var gengið fyrst í forskyggnið. Það var
með dyrum til beggja hliða, eins og víða var siður, og gluggi fram á
hlaðið. Svo var gengið inn í breiðan gang (málaður ljósgrænn). Tvær
stofur voru sitt hvoru megin þegar gengið var inn, gluggar fram á hlaðið
og á stafni. Svo innar var eldhúsið, þá verður gangurinn vinkillagaður og
gengið inn ganginn að stiganum upp á loftið, svo dálítill gangur inn að
skellihurðinni (svokallaðri) inn í baðstofuna (en ekki þurfti að fara út til
þess að komast inn í baðstofuna). Uppi á loftinu var töluvert gott pláss,
þegar komið var upp, og grindverk kringum uppgönguna. Þá var það
kvisturinn, svefnherbergi mömmu og pabba með glugga fram á hlaðið, í
framstafni tvö herbergi, svo stórt herbergi í útstafni.
Rétt neðan við hlaðið var stór kálgarður. Á hlaðinu er stór steinn með
keng í, sem hestar voru bundnir við, nú nærri sokkinn í jörðu." Og bæj-
arlækurinn rétt fyrir framan húsið. Þar var tekið allt vatn. Þar var brunn-
hús byggt yfir lækinn, notað bara á vetrum. Lækurinn var miklu vatns-
meiri þá en nú. Þegar vatnið þótti ekki nógu kalt á sumrin til drykkjar,
var sótt vatn í lind, sem var í hvammi neðarlega við túnið. Nú er þessi
lind horfin, hún hefur þornað, þegar lagður var vegurinn að rafstöðinni
11 Hestasteinninn á hlaðinu hefur nú verið fluttur niður í bæ. - H.Þ.