Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 167
MÚLAÞING
165
sem er beint upp frá bænum (en svo er Bæjarrákin svokallaða þar inn
af). Þegar upp kom, fór fólkið að slá og raka, en ég sex eða sjö ára fór að
ráfa þarna um. Þá var það, þegar ég ætlaði að klifra upp á Bjólfshauginn,
var komin nokkuð á leið þegar mér varð litið niður. Fyrst sá ég ofan í
Sölvabotna og þar næst húsin í bænum (kaupstaðnum). Mér leist ekki á
blikuna, varð hálf smeyk og hafði vit á því að snúa við. Mér ofbauð að
horfa niður úr þessari miklu hæð. En fólkið að leyfa mér þetta eða að líta
ekki betur eftir mér, því ég hefði, krakkinn, getað farið mér að voða!
Jæja, heyskapurinn gekk víst vel og heyið geymt þarna uppfrá þangað til
um veturinn, að kominn var nógu mikill og harður snjór í fjallið, þá var
farið með stóra og mikla poka og heyinu troðið í þá, hent svo fram af
Bæjarbrúninni. Spennandi var að sjá pokana skoppandi niður allt fjallið,
stoppuðu við túngarðinn, - en lengi á eftir sáust tvær heyrákir í snjónum,
hafði opnast einn pokinn.
Hætt er við, að allar afurðir jarðarinnar hafi ekki alltaf komið til skila,
t.d. hagaganga, mótaka, húsalóðagjöld og fleira sem tilheyrði jörðinni,
t.d. við sjóinn. Það var ekki verið að ganga eftir hlutunum, víða pyngjan
létt, ekki síst á þessum árum.
í Firði bjó Katrín systir Tómasar langafa, ég man nú ekkert eftir henni,
Sigurður sonur hennar tekinn þar við. Eg man eftir húsaröð þarna í Firði,
margar burstir og torf- og steinveggir á milli, tjörguð hlið fram á hlaðið
og smágluggar málaðir hvítir. Þama voru, held ég, margar íbúðir. Þarna
var áreiðanlega Fjarðarbærinn (ofan við hús Jóns og Halldóru, sem
stendur þar enn). Yst í þorpinu var Gestbær og þarna voru líka útihús í
þessari röð, og Brekka aðeins neðar (stendur þar enn). Svo man ég eftir
nokkrum torfbæjum, þeir voru allir þiljaðir innan með timbri, t.d. Jó-
hönnubæ, þar sem nú stendur kirkjan, Guðrúnarbæ neðst á Tanganum
og Oddi ofar (þar sem Jörgensensbrauðbúðin var seinna). Inn á Bakkan-
um var Guðrúnarbær og Miðbær, hinumegin við ána Alfhóll, þá torfbær,
og Arnastaðir. Ut við Austurveginn var Os, þá Frambær á Búðareyrinni
og fleiri bæir, sem ég man lítið eftir. Ég man það sem krakki, að mér
þótti gott og hlýlegt að koma í þessa bæi.
Fyrir aldamót var stofnað Garðarsfélagið, sem var hlutafélag. Það kom
upp Garðarstjöminni, tekið var land úr Fjarðarselslandi. Tilefni var, að
þetta félag var stofnað, að nota á veturna ís af tjörninni í íshús til fiski-
frystingar. En svo fór þetta félag á hausinn. Þar tapaði faðir minn miklu
fé og fleiri hluthafar. En lengi nutu bæjarbúar Tjarnarinnar, synt var þar
á sumrin og skautasvell á veturna, mikið notað, en nú er þar bara hrundir
veggir og stórt flag eftir.