Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 168
166
MULAÞING
Tóftir Fjarðarselsbœjar (1984). (Bjólfs-) Bunga ofan við.
Vel man ég eftir, hvað vel var gengið um í baðstofunni. Hver bjó um
sitt rúm og breitt var yfir, því setið var á rúmunum, lítið var um önnur
sæti. Hvítskúruð gólf með sandi, nema í timburhúsinu voru gólf máluð. f
stofunni hjá mömmu og pabba var þykkt ullarteppi, sem mamma vann í,
lét kemba saman tog og haustull. Svo spann hún þetta mjög gróft og lét
vefa þetta í lengjur, sem saumaðar voru saman. Aðalliturinn var grár
með svörtum röndum. Þetta þótti mjög fallegt þá - og myndi sóma sér
enn. En mamma spann líka mjög fínt band, t.d. vann hún mjög fínt band
í skotthúfur og prjónaði. Þær voru eftirsóttar, þóttu fínar og vel lagaðar.
Eins spann hún í peysuföt, hærði ullina, svo ekki sást tog, þó væri borið
upp að ljósi, sást ekkert hár af togi, og svo var um fleira band sem hún
vann. Þetta var þrefalt band, prjónað með hárfínum prjónum.
Ég hef gleymt að segja frá húslestrunum. Fólkið kom saman í baðstof-
unni á sunnudögum og oftar. Amma las oftast úr Vídalínspostillu og
Péturspostillu eða pabbi las. Svo voru sungnir sálmar. Mér þótti þetta oft
langur húslestur. Stundum var farið til kirkju, en það þótti langt að
ganga út á Vestdalseyri, eða það þótti mér, þá var ég svo ung. En oft var
farið út í bæ. Það var gaman.
Eins og ég hef minnst á áður, voru engjarnar út frá túninu. Þær voru
oftast vel sprottnar, reynt að verja þær vel, en þar var við ramman reip
að draga. Kaupstaðarbúar voru komnir með margt fé, kýr og hesta, svo
ágangur var mikill að aðaljörðinni. Eftir að eignin var seld, voru þessar
engjar gerðar að kúahaga, seinna voru þama ræktuð tún.